Verði ljós - 01.07.1898, Síða 2
98
betri en fórn (1. Sam. 15, 22). Náð drottins vors og frelsara Jesú
Krists er oss framboðin að gjöf, og þá mætti virðast svo sein áminning
postulans um að vaxa í þessari náð, ætti að fá mun betri viðtökur hjá
oss; það virðist svo sein hver einasti maður, er þess á kost, ætti hjart-
ans feginn að þiggja þessa náðargjöf. Það virðist svo, þegar hinn
heilagi drottinn kemur með hið æðsta og dýrasta liuoss, að þá ætti
syndugur maður ekki að snúa baki við þessu og hafna því. En svo sjálf-
sagt sem þetta er, þá verður þó oft sú raunin á, að hinn syndugi og
seki maður vill ekki þiggja, af því hann þekkir hvorki síua eigiu
synd og sína miklu þörf, nó guðlega náð og þá liættu að fara á mis
við hana. Hann þeklcir ekki sína eigin synd, af því hann hefir aldrei
haft hreinskilni né áræði til að skoða hana eins og hún er, aldrei geug-
ið í reikningsskap við sjálfan sig með strangleik óviðkomandi manns,
aldrei sett sér fyrir sjónir, hvernig syndir hans mundu líta út i augum
hins heilaga guðs, og þá heldur aldrei fært guði fórn sundurkramins
anda og sundurmarins hjarta (Sálm. 51, 17). En þar sem þannig er
ástatt með þekkinguna á eigin synd, þar er guðs náð fyrir Jesúm Krist
ekki heldur annað en utanaðlært orð, áhrifalaust á mannsins andlega
líf. Og hvað er það þá, sem hér vantar? hver er hæfilegleikinn til að
þiggja náð drottins vors og frelsara Jesú Krists og vaxa í henui? Sá
hæfilegleiki, sem til þessa þarf, er trúin, trúin á vora eigin synd og þörf,
trúin á guðs náð og Ukn. Að styrkjast i trú er því meðalið til þess
að vaxa i náð. — En er það nú nóg, kristnu tilheyrendur, að vór vit-
um hina róttu aðferð til þess að vaxa í Jesú náð? Nei, síður en svo;
það sem oss þar næst ríður á er að beita þessari aðferð við sjálfa oss,
til þess að vér, þ. e. hver einasti vor á meðal, megi vaxa í náð og síðan
i þekkingu drottins vors og frelsara Jesú Krists. Hve blessunarríkt og
eftirsóknai-vert jiað só að vaxa i Jesú náð, getum vór betur sóð þegar
vér nú virðum íýrir oss: hvernig vér eiguin að læra að þekkja
Jesúm Krist.
Nafuið Jesús bendirossá, að vér eiguin að læra að þekkjahann
sem frelsara, sem þann, er af eilifum kærleika til syndugra og sekra
nianna yfirgaf hið himneska sæluástaud, kom í þennan lieim, lifði, leið
og dó. En eigi jiessi þekking að vera ávaxtarsöm, þá megum vér ekki
nema staðar við það, sem Jesús hefir unnið fyrir synduga menn, vér
verðum að geta sagt: fyrir oss syuduga menn. Það er dauð og ávaxtarlaus
þekking, sem ekki veit annað um Jesúm en það, sem kom fram við
liann austur á Gyðingalandi fyrir mörgum öldum síðan, og skoðar það
einungis sem sögulegan viðburð, er enga þýðing hafi fyrir aðra ensjón-
arvottana. SUk þekking væri að eius fyrir vitið, fyrir minnið, en ekki
fyrir hjartað. Hin sauna þekking á Jesú lýsir sér í því, að vér sjáum
hann og þekkjum, ekld sem fjarlægau, heldm- sem nálægan, ekki sem