Verði ljós - 01.07.1898, Síða 7

Verði ljós - 01.07.1898, Síða 7
103 hverjum ytri atriðum, þí'i munu þær aftur mætast i hinu sameiginlega viðleitni vor allra: að vaxa í náð og þekkingu drottins vors og írels- ara Jesú Krists. Amen. Eftir dr. W. Rudin, h&skólakennara i Uppsölum. IV. [Niðurlag]. Og gefum nú gaum að hvað felst i þessum orðum: „Mér er gefið alt vald 4 himni og jörðu“, þegar þau eru skoðuð jafnframt þessari skipun hans, að liaida alt, sem hann hefir boðið. Ef að vér höldum hoðorð hans, þá leiðir það af sjálfu sér, samkvæmt þessum orðum, að alt er vor megin: himin og jörð, alt sein oss hendir afblíðu eða stríðu, meðlæti eða mótlæti, menn og euglar og andaverur. Alt verður þetta að þjóna honum, viljandi eða óviljandi, — alt verður það til þess að styðja að heill og hamingju þeirra, er elska liaun. Og ef að vór höld- um ekki boðorð haus, þá hlýtur alt þetta að stauda á móti oss, vilj- andi eða óviljandi að verða oss til hamingjutjóns. Gjörvalt liið skapaða er eitt einasta feiknarstórt kerfi eilífra laga, sem annaðhvort er með oss eða móti. Ef að vér breytum á móti þess- um lögum, þá er alt óss andstætt, ef að vér breytum á móti hinum sið- ferðilegu lögum, þá snúast þau á móti oss. Og að síðustu hlytu sjálf lög náttúrunuar að snúast á móti oss og tortíma oss, þvi að alt mynd- ar þetta eiua mikla óaðskiljanlega lieild. £>að er óttalegt ásigkomulag að vera á móti Kristi og eiga alt á móti sér. Margur maðurinn finnur til þessa með sjálfum sór og þekkir þetta ásigkomulag af sjálfum sjer. Margur maðurinn hatar tilveruna og vill flýja brott frá heuni. Eu þótt haun geti flúið tilveruna eins og húu er hérna inegin, þá getur hann þó aldrei umflúið tilveruna sjálfa. Já, í saunleika er þetta þýðiugarmikið og ætti að vera hverjum manni hið alvarlegasta íhugunarefni: Jesú er gefið alt vald á himni og jörðu, og hanu er i heimiun kominn sem frelsari, já einasti frelsari heimsins, ljós haus og líf. En án haus er alt myrkur og dauði. Og skilyrðið fyrir því, að hjálpræði lians hlotnist oss er þetta: að vér lær- um að lialda alt það, sem hanu hefir boðið. Þetta nám er manninum nægilegt viðfangsefni alla æfi hans, hversu gainall sem hann verður. Það er því í sannleika engin vanþörf á því, að vór byrjum á þessu starfi þegar í æsku vorri. En þú kynokar þór við þvi, þér virðist viðfangsefni þetta alt of ægilogt. En gáðu að, frelsari sálnanna livislar þér í eyra ef þú vilt

x

Verði ljós

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.