Verði ljós - 01.07.1898, Side 14

Verði ljós - 01.07.1898, Side 14
110 6. Barnaguðsþjónustur. Séra Björn Jónsson skýrði frá, að kann og pró- fastur Zóphónías Haldórsson hefðu stundum haldið sérstakar barnaguðslijónustur, er hann áleit, að verið gætu til uppbyggingar. Fundarályktun: „að prestar haldi sérstakar stuttar viðeigandi barnaguðspjónustur í prestaköllum sínum, þeg- ar því verður við komið“. Framhald af umræðum um samtök presta. Séra Hjörleifur, formaður nofndar þeirrar, er kosin hafði verið í raálinu, kom fram með álit nefndarinnar. Las hann því næ3t upp frumvarp til laga um fé- lag presta í Húuavatns- og SkagafjarðarprófaBtsdæmum. Þá er frumvarp þetta, og einstakar greinar þess, höfðu verið ræddar, var það með nokkrum breyting- ingum samþykt í heild sinni þannig hljóðandi: „Frumvarp til laga fyrir félagsskap presta í Húnavatns- og Skagafjarðar- prófastsdæmum. 1. gr. Tilgaugur félagsins er með samtökum að leitast við að glæða saun- an kristindóm og áhuga í kristindómsmálum og kirkjulegri starfsemi. 2. gr. Auk prcstanna í Húnavatns- og SkagaíjaiðarprófastBdæmum, skal prestum i Eyjafjarðar- og &ingeyjarprófastsdæmum heimilt að ganga i félagið. 3. gr. Félagið holdur einn aðalfuud árlega að sumrinu, og mæta þar allar prostar félagsins, ef forföll eigi banna. 4. gr. í hverju prófastsdæmi skal prófastur kveðja til undirbúningsfundar á undan aðalfundi, og skulu þar tiltekin og rædd þau mál, sem fundurinn óskar að komi til umræðu á aðalfundi. Að afloknum undirbúningsfundi í hverju pró- fastsdæmi skal prófastur senda hinum próföstuuum fundargjörð, sem þeir svo auglýsa prestum sínum svo löngu fyrir aðalfund, sem unt er. Þó geta einstakir preBtar borið mál upp á aðaifuudi án þess undirbúnings. 5. gr. í stjórn félagsins eru prófastarnir í þeim prófastsdæmum, sem félagið nær yfir, og sé á aðalfundi kosinn einn þeirra til að kveðja til næsta aðalfundar". Til þess að boða til næsta aðalfundar var kosinn prófasturinn í HúnavatnB- prófastsdæmi, og honum falið á hendur að dltaka fundarstað næsta ár. 6. Urn barnapróf. Flutningsmaður þessa máls, séra Eyjólfur Kolbeins vildi láta lögskipa barnapróf. Allir þeir, sem tóku til máls, voru moðmæltir uppá- stungu flutniugsmanns, að eius þótti málið ekki nægilega undirbúið. Um það var samþykt svohljóðandi ályktun: „Fundurinn lætur í Ijósi ósk sína um, að lög séu gefin, er fyrirskipi barnapróP. Flutningsmaður tók að sér málið aftur til frekari umhugsunar og undirbúnings. 7. Uin að slcerpa tilfmningu manna fyrir helgi hjónabandsins og vanhelgi þess, að ógiftar persónur liji saman cins og hjón. Flutningsmaður þessa máls var séra Eyjólfur Kolbeins. Hélt liann all-langa tölu um þetta efni, og var það siðan rætt um hríð. Samþykt var svohljóðandi ályktuu : „Fundurinn or eiuhuga á því, að það efli félagsheildina og Bé æskilegt, að tilfinning manna fyrir helgi hjónabandsins sé skörp, og að preBtarnir stuðli að því að skerpa hana þar sem þess er þörf“. 8. Tillaga frá séra Eyjólíi Kolbeins þess efnis, að 3 prestar, nofnilega séra Haldór Bjarnarson á Presthólum, séra Björn Þorláksson á Dvergasteini og séra Hagnús Bl. Jónsson Vallanosi, verði beðnir nm, að segja af sér prestskap. Flutn- ingsmaður þessa máls lýsti hiuu bryggilega ástandi, er hann hefði frétt að ætti sér staöisöfnuðumof'angreindra presta, og mælti eindregið með uppástungu sinni.

x

Verði ljós

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.