Verði ljós - 01.03.1899, Page 10

Verði ljós - 01.03.1899, Page 10
42 menn ávalt síðan trúað. „Þér ætluðuð að gjöra mér ilt, en guð sneri þvi til góðs, til að gjöra það, sem nú er fram komið, að halda mörgu fólki við lífið“ (1. Mós. BO, 20). Svo mælti Jósef forðum við bræður síua. Á líkan hátt hefði hinn upprisni frelsari getað ávarpað óviui síua. Og er óg íhuga þetta, furðar mig ekki á því, þó að sannleikurinn sigri, þrátt fyrir ofsóknir og mótþróa, fyrst hann í baráttunni styðst við slík- an kærleika. Ég hefi nú leitast við að beuda á, að það, sem gerðist á Golgata fyrir mörgum öldum, og hvers miuning helgar þennan dag, sauufærir oss um, að kærleikurinn er sterkasta aflið á jörð. En þá beinist sú spurning að sérhverjum af oss: Hefir þú reynt að færa þér afl þetta í nyt? Hefir þú leitt þennan kraft inn í líf þitt? Eða lætur þú þér það með öllu óviðkomandi, af þvi að þú trúir ekki á hiun lcross- festa Krist? Ert þú í tölu ástvina Krists, eða ert þú f tölu þoirra, sem kalla hann svikara, eins og óvinir hans forðum ? Þctta ætti hver af oss að gjöra sér Jjóst, ekki sí/t á föstudaginn langa. Ekkert, sem gerst hefir í heiminum, gerir mönnurn eins erfitt að haltra til beggja hliða. Eu ef þú ert f tölu Krists vina — og vildi ég óska, að vér öll værum það — þá hlýtur þú að keppa af fremsta megni eftir því, að láta sama lunderui vera í þér, sem var i honum, með öðrum orðum : kærleikann vera sterkasta aflið í lifi þinu. Mundu eftir að líkja eftir hinum deyj- andi Jesú í krossraunum þínuin. En þótt svo skyldi vera ástatt fyrir þér, að þú hafir komist svo langt á efasemdanna leið, að trú þin hafi sloknað út sem kulnað skar, og von þíu — hin kristilega von — dáið, þá gerðu þér samt að reglu, að reyna að láta kærleikann vera sterkasta aflið í lífi þínu, það er að segja: hafi þér þá nokkurn tíma þótt vænt um Jesú Krist; og ég hefi það traust til guðs, að þá muui trú þín og von aftur risa upp frá dauðum, lifguð af kærleikans sterka afli. —- Og eigir þú bágt með að skilja lífið og ráða þess mörgu dularrúuir, þá kappkostaðu að gjöra kærleikann að sterkasta aflinu i lifi þinu. Því að eins út frá kærleikans ljósi fæst nókkur meining i lif vort; og gerðu þér að vana að íhuga krossgátnna, og takist þér að sannfæra sjálfau þig um, að þá hafi af hinu versta verki leitt hina mestu blessun, — munt þú staðfestast í þeirri trú, að hinu þyngsta, sem fyrir oss kemur, snýr alvís guð til hinuar mestu blessunar. „Ó þá dýpt ríkdóms, speki og þekkingar guðs! Iíversu óskiljan- legir eru dómar lians og órekjandi vegir hans!“ Amen.

x

Verði ljós

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.