Verði ljós - 01.09.1899, Blaðsíða 11

Verði ljós - 01.09.1899, Blaðsíða 11
139 Jeaus Kristur mun vissulega leggja blessun sina yfir st.arf vort og láta sitt ríki koma til vor. Engin starfsemi getur gert oss lífið eins dýr- mætt og fagurt og Jjessi, og engri starfsemi fyigja eius dýrðleg eilííðar- fyrirheit og þessari. Störfum því allir í trú og með bæn, kristnu vinir! Eg tala til vor, sem innan lítillar stuudar göngum á fund til þess að ræða kirkjuleg málefni þessa héraðs, og til yðar, sem eigið að starfa með oss að uppbyggiugu Krists kirkju vor á meðal. Störfum allir í lifandi trú á vorn krossfesta og upprisna frelsara og konung, og biðjum áu af- láts af hjarta, að liaus ríki koini til vor. Og vor ástkæra fósturjörð mun vissulega uppskera af því ríkulega blessuu, svo framarlega sem honum er gefið alt vald á himni og jörðu, hinum sannorða ,og trúfasta konungi, sem hefir heitið að vera með lærisveinum siuum í þessu starfi alla daga, alt til veraldariunar enda! Amen. jfrd stúdentafundinum í Jaumsdal. Sagaka 12.—20. ágústmánaðar síðastliðinn var í Raumsdal í Noi’egi haldinn norrænn stúdentafundur með kristilegu verkefni, og var það fimti fundurinn þess efnis, sem haldinn hefir verið á Norður- löndum og jafnframt hinn laugfjölmennasti. E>ar voru alls saman komu- ir 41B stúdentar, þ. e. 124 Norðmeun, 119 Svíar, 110 Danir, 62 Finnai', 3 Ameríkumenn, 1 Þjóðverji og 1 Islendingur, en af þessurn 415, er fundinn sóttu, voru 62 kvenstúdentar. Alt að því helmingur fundar- mauna voru guðfræðingar, en hinu helminginn myuduðu stúdentar af öðrum námsdeildum og af þeim voru læknisfræðingar lang fjölmennastir. Til fundarhaldsins hafði í þetta skifti verið valinn eiuhver fegursti bletturiun í Noregi uoi'ðau fjalls í framanverðum Kaumsdal, við botninn á Kaumsdalsfirðinum, skamt frá kauptúni því, er Veblunganes heitir, eu Setnessmói heitir sjálfur staðurinn, þar sem fundarmeun komu sam- an; er það völlur mikill, þar sem heræfingar eru halduar unx þriggja mánaða tíma á sumri hverju, og er þar fjöldi hermannaskála, er standa auðir allan annan tíma árs. Noi'ska stjóruin hafðiboðið oss þennan stað til fundarhaldsins og hermannaskálana til íbúðar meðan á fundarhöldunum stæði. I hverjum skála bjuggu 18- 20 manns, en öllum þeixn, er ræður áttu að flytja á fundinum, var skipaður bústaður í slíálo yfirmauna þar á vellinum og bjuggu tveir í stofu hverri. Feiknarstórt tjald var reist á vellinum milli skálanua, alsett borðum og bekkjum, þar mötuðust fundarmenn og þar voi'u vaualega haldnar bænagjörðir kvelds og morguns, en sjálfir fundirnir fóru fram í kirkju einui miðja vega milli Setness- móans og Veblunganess. Kl. 7 árdegis geugu sex hermenn með hljóð- færaslætti í kring um skálana til þess að vekja fundarmenn. Kl. 8 var

x

Verði ljós

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.