Verði ljós - 01.11.1899, Blaðsíða 5

Verði ljós - 01.11.1899, Blaðsíða 5
165 Framkoma nýrrar barnalærdómsbókar er, í hvaða kristnu laudi sem er, viðburður, sem verðskuldar að bonum sé gaumur gefinn, því þar er um þá. bók að ræða, sem að sjálfsögðu má telja hina lang-þýðingarmestu fyrir kristilegt félag, þar sem með lienni á að leggja trúar- og siðferðis- grundvölliun hjá unglingnum, gróðursetja hjá honum þær skoðauir, sem ætlast er til að ráði iífstefiiu hans. Auk þess er hér um þann bókmenta- legan viðburð að ræða, sem sjaldnast skeður nema á margra ára fresti, því það er alment talið óheppilegt mjög að skifta oft um slikar bækur. Höfundur þessarar lærdómsbókar, Klavcness prestur, er nafntogað- ur lærdómsmaður og einu af ritfærustu audlegrar stétjar mönnum í Noregi á yfirstaudandi tíð. Það mætti því ætla, að hér væri nægi- leg trygging fengin fyrir ágæti þessarar bókar. En er það svo í rauu og veru? Getur það yfir höfuð talist heppilegt, að innleiða liér barnalær- dómsbók eftir útlendan höfund, hvað lærður og ritfær sem liann kann að þykja. Hefði ekki verið heppilegra, að hinn heiðraði þýðari hefði reynt að gefa oss frumsamda barnalærdómsbók, úr því honum fanst tími til þess kominn fyrir oss að fara að breyta til í þeim efnum? Yór fáum ekki betur séð en að það hefði verið miklum muu ákjósanlegra og yfir höfuð betur við eigandi i alla staði. IÞað hefði þá að minsta kosti mátt ganga að því vísu, að í þeirri bók liefði verið tekið nægilegt tillit til þess livernig á stendur hér hjá oss. Eu slíks er ekki að vænta af útlendum höfundi. Þegar Klaveness semur barnalærdómsbók handa Norðmöunum, hefir liann eðlilega fyrir augum þessa þjóð, — þjóð, sem hefir góða alþýðuskóla með velmentuðum kennurum á hverju strái, og tekur tillit til þessa við samningu bókarinnar; en það er alseudis óhugsan- legt að hauu fari að taka tillit til vor íslendinga eða kringumstæðna þeirra, sem vér búum við, slcóla- og kennarafútæktarinnar hjá oss. Það rýrir auðvitað ekki ágæti bókarinuar sem skólabókar í Noregi, að höf- undurinu hefir ekki tekið tillit til þess hveruig tilhagar hér úti á Is- laudi, — en þegar á að fara að brúka bókiua úti á íslaudi verður það hius vegar talsverður galli á bókinni, að hún er samiu fyrir Norðmenn en ekki íyrir íslendinga. Og þetta er þá aðalgallinn á þessari barnalærdómsbók, að því er oss virðist, galli, sem hlýtur að verða álivaða útlendri trúkenslubók, sem hór er inuleidd. Þoss vegna hefðum vér óneitanlega miklu fremur óskað þess, að forstöðumaður prestaskólans hefði gefið oss fruinsamda barnalærdóms- bók, i stað þess að fara þessa, að því er oss virðist, öfugu loið, enda þótt vér fúslega könnumst við, að þessi útlenda bók liafi að öðru leyti marga góða kosti og sé í mörgu tilliti prýðilega samin, svo að segja megi þrátt fyrir alt, að þýðaudinn hafi vorið heppinn i vali síuu.

x

Verði ljós

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.