Verði ljós - 01.02.1900, Síða 1
MÁNAÐARRIT
FYRIR KRISTINDÓM OG KRISTILEGAN FRÓÐLEIK.
1900-
FEBRUAR.
2. BLAÐ
„Guðs ríki er ekki fólgið í orðum, heldur krafti“ (1 Kor. 4, 20).
ipg Jiú, íunga, sgng þú, munnur.
Sálmur eftir Venantius Fortunatus, biskup í Poitiers (f c. 600).
CJyng þú, tunga, syngþú, munnur,
söng um frægsta bardagann,
þá er lifs- og líknar-brunnur
líf út gaf, en dauða vann;
sigurljóðum, lofsöngshljóðum
lýðir göfgi kappa þann.
Orðum guðs ei Eva sinti,
Adam brátt og fállinn lá;
en þótt trés þau eplið ginti,
aumur guð á börnum sá,
tré hann vildi trés að skyldi
táli ráða bætur á.
Því úr liimnahöllum siðar
hingað nauða-layidið á
fóðurljómi’ í fylling tiöar
fór og dvaldi mönnum hjá,
holdi lclœddist, manna mæddist
meinum dýrðar-kongur sá.
En er dvalið herrann liafði
hér um áratugi þrjá,
fús sem vilji fóður krafði
frelsisverlc sitt hóf liann þá;
lamb sem blíðast leið hann síðast
tiftjón, krosstré negldur á.
Bundinn lamdi, hœddi, hrjáði
liimnakonung blinduð þjóð;
göddum nístan gallvín þjáði
guðs son, hans er streymdi blóð,
öllum tíðum, öllum lýðum
alda lífs og náðar-flóð.
Krosstré Jesú kraftaríka,
kröftug aldin lifs þú ber;
enginn skógur á þér líka
eik, er skjól í nauðum lér;
böt við meinum berðu’ á greinum,
byrði þín vor lœkning er.
Þyngstu finst á eymdum endir
undir þér oq blessuð ró;
lífs á höfn sem Ijós þú bendir
lýð á heimsins ólgusjó;
deyð þú deyddir, lif fram leiddir,
lífið sjálft er á þér dó.
Beyg þú, krosstré, beyg þú greinar,
blóðdögg Krists að drjúpi frá
þeim, og sálir þvoi hreinar,
þung er sektin hvilir á;
lát þinn skugga skelfda hugga,
slcjól og hvíld oss þreyttum Ijá.
Helgi Iliíli'dáuarsou.