Verði ljós - 01.02.1900, Qupperneq 3
19
slrírari nokkurn boðskap að flytja þeirri kynslóð, sem nú lifir. Um það
þarf engum blöðum að fletta. Hann hrópaði forðum í óbygðuin Júdeu:
„Ríki himnanna er í nánd!“ Hinum sömu orðum hrópar hann til vor
og allra. Því að það er sannleikur — blessuuarríkur og örvandi
sannleikur, — að ríki himnanna er komið nær en nokkru sinni áður
þessari kynslóð — sérstaklega æskulýð þeirrar kynslóðar, sem nú lifir.
Sannarlega hefir oss auðnast að lifa á hagkvæmri tíð. Ætli ég segi
meira en ég get staðið við, er ég staðhæfi, að æskulýður vorra tíma
só miklu hagkvæmar settur en æskulýður hverrar kynslóðar annarar fyr
á tímum — já meir að segja, að vegurinn til Krists hafi naumast nokkru
sinni áður í sögu hins kristna safuaðar verið jafn vel ruddur fyrir æsku-
lýðinn og nú? Mér kemur eigi til hugar að bera á móti því, að menn
hafi á hverjum tíma sem er — og þá einnig æskulýðuriun — getað
lifað óskertu, fullkomnu og heilbrigðu lífi i Kristi. Eu þegar alls er
gætt, verður þó sanuleikurinn sá, að ríki himnanna liggur nær æskulýð
þeirrar kynslóðar, sem nú lifir, en kynslóða fyrri tíma.
Hvernig víkur því við? Hvaða snið hefir þá fagnaðarerindið tekið
sér á vorum timum, og hvaða kjörutn á guðs ríki að sæta?
Eg vil með fáum orðum beuda á nokkuð af því, sem vorir tímar
hafa í kristilegu tilliti fram yfir eldri tíma — og þá einkum taka tillit
til þess, sem hefir þýðingu fyrir viðtöku faguaðarerindisins af hálfu
æskulýðsins.
Eyrst af öllu vil ég beuda á, að trúin á, eins og liver maður getur
séð, nú á tímum að mæta mótspyrnu, sem mér liggur við að kalla lieil-
n æ m a. Það er öðru vísi nú en var á píslarvættistímum kirkjunnar,
þegar menn áttu það á hættu, að missa lífið fyrir stöðuglyndi og stað-
festu í trúnni — og kristindómurinn að miklu leyti varð að hýrast í
grafgöngum og jarðhýsum; ekki er því heldur svo fanð nú sem verða
muu þegar Antikristur kemur fram og liinn kristni söfnuður neyðist til
að flýja undan drekanum út á eyðimörku; — kristindómur, sem verður
að hýrast í grafgöngum eða úti á eyðimörkum, en fær ekki þrifistofan-
jarðar, er síður en aðlaðandi fyrir æskulýðinn.
Mótspyrnau, sem trúin á að mæta á vorum tímum, er þó liins
vegar nægileg til þess að halda mönnum vakandi og starfandi, nægileg
til þess að brýna fyrir oss hinn mikla sannleika, að guðs ríki er ekki
af þessum heimi; en það ofurmagn mótspyrnunnar, er heimtar blóðfórnir,
— eða neyðir kristiudóminn til að liýrast i grafgöngum eða úti á
eyðimörkum, þekkir nútiminn naumast nema að nafninu til.
Vér erum enn fremuv nú á tímum lausir við inargs • konar guð-
fræðilegar fjarstæður hinna eldri tima. Þeir tímar eru löngu liðnir,
er kirkjan, eins og átti sér stað á keisaratímabilinu forðum, liáði blóð-
uga baráttu um „bókstaf og titil“, og þegar klæðasalar, mangarar og
meutunarlausir borgarar þrefuðu um það og þjörkuðu, livort sonurinn