Verði ljós - 01.02.1900, Qupperneq 5
21
Og þessi kristilega hugsjónar-frummynd svífur ekki í lausu lofti nú
á tímum. Tímarnir hafa — guði sé lof — breyzt síðan á viðreisnar-
(renaissance-)öldinni, þegar heiðiugleg lífsnautn og óskammfeilinn laus-
ungarháttur stal megin og merg frá sjálfri kristninni, svo að menn lótu
sér fátt um finnast, þótt Kristur yrði að láta helmiug ríkisins af liendi við
Júpíter og Apolló, — eða síðan á skynsemistrúaröldinni, þegar vín
fagnaðareriudisins var orðið að bragðlausri blöndu og salt sannleikans
kraftlaust, af því að menu höfðu blandað hann ýmis konar maunavaðli
og mannarausi.
Nú á timum fær ríki himnanna fyllilega notið sjálfstæðis síns,
hvort heldur er gagnvart ókristilegri mannúðarstefnu eða mauuúð, sem
kallar sig kristilega, en er það að eins að nafninu til.
Súkynslóð, sem vér tilheyrum, er skoðuð frá kristilegu sjónarmiði
hamingjusöm, — ekki sizt þegar hún er borin saman við eldri kynslóðir
þessarar aldar. • Þeir tíinar eru liðnir, þegar pólitík og fagurfræði —
eius og átti sér stað um naiðbik aldariunar — urðu til þess að skyggja
á hinn lifandi kristiudóm, eða honum var breytt i hegelska heimspeki
og siðan eius og flæmdur af landi brott inn í ríki hugsjáspekinnar eða
eitthvað annað austur fyrir sólina og vestur fyrir máuann. Þau áhuga-
efni, er einkum einkenna nútimann — liiu félagslegu (sociölu) — eru
að Jiví leyti frábrugðin hinum pólitisku og fagurfræðilegu, að þau
> slcyggja alls ekki á kristindóminn, heldur miklu fremur leitast við að
hrinda lionum fram á sjóuarsviðið, fram í dagsbirtuua, fram í fylkingar-
brjóstið.
Og berum vér samau kjör æskulýðsins í kringum 1870 og nú á
timum, — hvílíkur feiknamunur! í samauburði við oss lifði æskulýður
þeirra tíma i riki hinna dauðu. Nýjatestamentis-gagnrýni og darvinska
sviftu æskulýðinn merg og inætti — svo að hanu glataði bæði siðgæði
og trú. Nú taka þjóðirnar aftur að lifna við fyrir kraft guðs anda og
alt boðar nýjan og drotni helgaðan vordag hjálpræðisins.
Yissulega er það gæfuhlutskifti að lifa á slikum timum! Ekki
svo að skilja, að vér séum orðnir lausir við alla ágalla og anumarka
eldri tíina. Mér kemur ekki til hugar að halda sliku fram. Það vantar
engan veginn kirkjulegan og guðfræðilegan glundroða á yfirstandandi
tíð; hér er enginn skortur á vatnsblandaðri skynsemistrú og smá-
smyglislegu kreddurausi og raugskildum heimsflótta og ýmsu af líku
tagi. En þegar ég lít til heildarinnar, dirfist ég að staðhæfa, að aldrei
hafi æskulýðurinn átt að mæta fagnaðarerindinu jafn hreinu, samræmi-
legu og sigursælu, og að aldrei hafi þvi verið Ijósara markmiðið, sem
að er kept, en einmitt nú. Glundroðiun er nú kominn svo langt, að
ekki er torvelt að sjá, að heimur er að myndast úr þessum óskapnaði
(kaos). Og þessi heimur, þetta kristilega sannleikssamræmi, sern hér
er að myndast, sanieinar i sér fagurlega þessar fjórar hliðar: hið sann-