Verði ljós - 01.02.1900, Blaðsíða 6

Verði ljós - 01.02.1900, Blaðsíða 6
22 kristilega og hið sannmannlega, hið hugsjónarlega og hið praktiska. Hvaða stefnu þessi sameining ætlar að taka einmitt á vorum tímurn, viðkemur oss ekki hér, - ■ en það teljum vér víst, að söfnuður guðs á jörðu liafi nú, í skoðun sinui á fagnaðarerindiuu í heild sinni, lært það betur en nokkru sinui áður, að gefa guði hvað guðs er og keisaranum hvað keisarans er. Skilningur mauua á rétti hins sannarlega mannlega er sífelt að þroskast, hvort heldur litið er til réttar hius líkamlega, réttar hins einstaklega eða róttar hins tíðarsögulega. Og þennau skilning liafa menn í öllu verulegu öðlast án þess að aðalatriði kristindómsins hafi haggast., hinar heilögu hugsjónar-frummyndir aflagast eða hinn framkvæmdarsami starfsþróttur bilað. Þetta er mikilsverður og dýrð- legur vottur um þrótt og heilnæmi fagnaðarerindisins á yfirstandandi tíð. Og hvers vegna segi ég alt þetta ? Er það til þess að vegsama þá kynslóð, sem vér tilheyrum, og kveða lofdýrð vorra eigin tíma fram yfir eldri tíma kirkjunnar? Nei, það só fjarri mór. Eg hefi tekið alt þetta frain til þess að gera það lýðum ljóst, að vel má heimfæra upp á nútímann, vora eigin tíma, orð Jóhannesar skírara: „Ríki himnanna er í nánd“. £>ví að svo sanuarlega sem fagnaðarerindið nú á dögum er livorki visið og fúið nó eins og smurðliugur eða steingervingur, heldur lifandi, heilbrigt, eðli- legt og þrungið af veruleika, — svo sannarlega er ríki himnanna i nánd hvað þessa kynslóð snertir, fyrst og fremst æskulýð vorrar kyn- slóðar. Eagnaðarerindið hefir enn á ný sýnt og sannað ungdóm sinn, og á því erindi til æskulýðsins nú ef til vill fremur eu nokkru sinni áður. Og hvernig fáum vér bezt notfært oss slíka tíma ? Hvað leiðir af því fyrir oss, að ríki himnanna er í nánd ? Jóhannes skírari svarar: ,, Takið sinnaskifti, þvi að riki himnanna er í nánd“. Oss er skylt að minnast þess, að hafi guð látið oss auðnast að lifa á þeim timum, er sterkviðri andans fer um kirkjuna og fagnaðar- erindið er orðið aðlaðandi fyrir æskulýðinn þá riður á því, að náð- artíminn só ekki látinn ónotaður, þvi að á slikum tímum liggur öxin einnig við rætur trjánna og varpslsúfian er i hendi drottins. „Takið sinnaskifti, því að riki himnanna er í nánd!" Hin blessaða návist rikis liimnanna heimtar af oss öllum afturhvarf. Virðum því fyrir oss þessa kröfu litla stund og gefum gaum að livað í henui felst, — ekki af þýðingarlitilli fróðleiksfýkn, heldur til þess að geta þvi betur gefið henni rúm i hjörtum vorum. J?að eru sérstaklega þrjú atriði, sem ég vildi mega taka fram við- vikjandi afturhvarfinu. Hið fyrsta er þetta: Afturhvarfið er fólgið í hugarfars- breytingu — i þessu og engu öðru. Iiitningin sjálf gefur oss út-

x

Verði ljós

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.