Verði ljós - 01.02.1900, Page 8

Verði ljós - 01.02.1900, Page 8
24 tóbak, spil og daus — ekkert af öllu þessu er í sjálíu sér aftur- hvarf, því að maðuritm getur haft alt þetta til að bera, þótt hjartað só fráhverft guði og öll þrá þess og tilhneigingar fari i gagnstæða átt. Af öllu þessu, sem nú hefir nefnt verið og mönnum hættir við að villast á og álíta afturhvarf, er ekkert sem, að því er virðist, kemur afturlivarfinu nær eu bláber hrifuing tilfinningarinnar. Þetta tvont, saunarlegt afturhvarf og hrifning tilfinniugarinnar, getur legið hvort öðru mjög uærri, og þó getur óyfirkvæmilegt djúp verið staðfest milli pessa tvens. Cfætum því vel að oss, að vér ekki villumst á þessu. ímynda þú þér ekki, að afturhvarf hafi átt sér stað hjá þér, þótt þú eitthvert augnablik fyllist skelfiugu og hugarangri yfir ásigkomulagi þínu eða tilfinningin fyrir tign og dýrmæti kristindómsins alt i einu hrífi þig, því að því ógleymdu, að þetta livorttveggja getur verið af alt öðrum rótum runnið, þá eru slíkar hugarhræringar alls ekki óbrigðult aftur- hvarfsmerki, því að hugarhræringar eru minna en hugarfarsbreyting. í æfisögu Annie Besants finnum vér dæmi til viðvörunar að því er snertir það, að blanda þessu tvennu saman: hugarhræringum og liugar- farsbreytingu. Hún skýrði frá þvi, hversu það, sem hún i æsku hafði kallað trú sína á Jesúm, hefði síðar ekki reynst vera neitt annað en einhver ástarvíma, — liún haíði í þessu fundið svölun unggæðislegri ástarþrá sinni, — og ekkert meira; þetta stóð ekki í neinu sambandi við samvizkuna og viljann — og því getur það ekki furðað oss, að þessi kona síðar i lífi sinu hröklaðist út í ýmislegt andlegt ringl, burt frá trú æsku sinnar. Trú liennar var ekki bygð á sannarlegu aftur- hvarfi, heldur var hún að eins eins og eldur i strái i tilfinningunni, — eldur, sem efasemdunum, er síðar komu íram, veitti auðvelt að slökkva. Eius víst og það því er, að afturhvarfið er ekki fólgið í meira en liugarfarsbreytingu, eins víst er og á liinn bóginu, að það er ekki held- ur fólgið í neinu minna Fyr hefir sannarlegt afturhvarf eltki farið fram hjá manninum en guðs andi liefir tökum náð á samvizku hans og vilja og beint þrá hjartans, og instu eftirlangau að drotni og fylliugu náðar hans. [Niðurl.] Hvcrnig cg lít á riininguna. Eftir Thorv. IClaveness, prest i Kristjaniu. n. Eg vil því næst reyna að svara nokkrnm spurningum, sem sum- part þér og sumpart aðrir koma með i þessu máli. 1. Hvernig getur Jesús liafa skírskotað til gamla testamentisius, eí ekki er alt sögulegur sannleikur, sem þar er frá sagt?

x

Verði ljós

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.