Verði ljós - 01.02.1900, Page 10

Verði ljós - 01.02.1900, Page 10
26 þvi, að til er lifandi guð, sem er skapari vor, viðhaldari og stjórnari, að hann hefir sent eingetinn son sinn oss til sáluhjálpar, að þessi guðs sonur hefir friðþægt oss við guð með dauða sinum og er upprisinn og lifir, að hans andi, heilagur andi, lifir og starfar vor á meðal, kallar, saman safnar, upplýsir, lieigar o. s. frv. Yér höfum fengið reyuslu fyrir því í hjarta voru og samvizku vorri, að þetta er satt, því að það liefir endurfætt hjarta vort og friðað samvizku vora. Þessu trúum vér því. Vér höldum fast við það, þrátt íyrir alt og alla, sem vilja svifta oss því. Af því að ritningin er það sögurit, sem fræðir oss um þennan sáluhjálplega sannleika, þá megum vér ekki án liennar vera; svo kær og dýrmæt er hún oss. En höfum vér þar með fengið reynslu í hjarta voru og í samvizku vorri fyrir sannleika alls þess, sem í ritniugunni stendur — fengið reynslu fyrir því, að það hafi í raun og veru við borið? Hefir, t. d. að taka, nokkur maður fengið reynslu fyrir því í lijarta sfnu, að guð liafi í raun og veru sagt á öðrum deginum: verði festing milli vatn- anna? Mér skilst ekki, að slik reynsla geti átt sér stað. J>ví að þetta liefir engan kjálpræðismátt í sér fólginn. Ég verð ekki betri né sællí' fyrir þennan fróðleik. Það keinur alveg í sama stað niður, að því er hag lijarta míns snertir, hvort ég veit þetta eða ég veit það ekki. Auðvitað másegja liið samaum fjölda einstakra atriða, sem i ritning- unni standa. Enginn hefir fengið reynslu fyrir því i hjarta sinu, að nokkur af öllum dýrum merkurinnar og fuglum og skriðdýrum liafi far- ið með Nóa inn í örkiua, eða að synir Jafets hafi verið Gómer og Magog o. s. frv., eða að Metúsalem liafi orðið 969 ára gamall, eða að Davíð hafi ort þá sálma, sem honuin eru eignaðir o. s. frv., o s. frv. Þess vegna getum vér ekki heldur trúað þessu, í orðsins sönuu merkingu. Vér getum talið það satt vera samkvæmt áreiðanleik rituingarinuar. En sú trú er ekkert annað en ætlan um söguatriði. Hún er ekki lifandi eign, sem endurfæðir og endurnýjar hjartað og gerir sálina sæla; og það er þó þetta eitt, sem á skilið að vera kallað trú. Svar mitt upp á spurningu þá, sem áður er um getið, verður þá þetta: Þeim atriðum úr ritningunni, sein vér í hjörtum vorurn og samvizku vorri höfum fengið reynslu fyrir að sóu eilffur sáluhjálpar-sannleikur, þeim trúurn vér, af jiví að vór höfum fengið reynslu fyrir því að jiau eru sannleikur, hitt teljum vér satt vera, að svo miklu leyti sem ekki er nein ástæða til að efast um að það só satt; en só oss jiað Ijóst, að missagnir séu í því, eða að það beri á sér þjóðsagna-merki, þá lokum vér ekki auguuum fyrir því, heldur ætlum vór og könnumst við, að hér séu missagnir, hér séu þjóðsögur, án þess það veiki trú vora á nokkurn hátt; Jiví að það kemur ekkert trúnni við. 3, Hyernig eigum vór að kenna börnuin vorum biblíusögu? Eigum

x

Verði ljós

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.