Verði ljós - 01.02.1900, Síða 11
27
vér að segja þeim, að þau megi ekki trúa of vel sögunum í ritningunni,
þvi að óvíst sé að þær séu sannar.
Eg kannast við það, að hér er um örðugleika að ræða. En aí
hverju stafar örðugleikinn ? Þegar vér segjum hörnum vorum ævintýri
eða aðrar skáldsögur, þá segjum vér aldrei við þau: þessu máttu ekki
trúa of vel; því að það er ekki satt; það er skáldskapur. Ollum muudi
koma saman upp, að sá kenuari væri óhæfur, sem teldi það skyldu sína,
við sanuleikann, hvenær sem tilbúin saga kæmi fyrir — og þá líka
dæmisögur Jesú — að vekja athygli barnsins á því, að það mætti ekki
lialda, að það, sem nú væri verið að segja, hefði í raun og veru við
borið, því að þetta væri ekki annað en skáldskapur.
Vér segjum óhikað börnum vorum tilbúnar sögur, eins og þær væru
saunar, án þess að vekja atbygli þeirra á því, að þær séu það ekki, og
vór eruin alsendis óhræddir um, að það muui á nokkurn hátt rýra sann-
leiks-viðurkenuiug þeirra. Hvers vegua? Af því að vér vitum, að jafn-
framt því sem baruið þroskast, lærir það að skilja, að ævintýri séu
ævintýri og dæmisögur séu dæmisögur og skáldskapur só skáldskapur.
Til þess þarf enga kenslu; barnið lærir það af sjálfu sér, af því að það
er auðsætt öllum fullorðnum mönnum og þessi fróðleikur flyzt ásjálfrátt
frá fullorðnum mönnum til barnanna. Eius mundi fara, ef hinum kristna
söfnuði væri það auðsætt, að frásögur ritningarinnar séu reyndar í að-
alatriðunum áreiðanlegar, en geti samt verið i einstökum atriðuin óná-
kvæmar og þjóðsaguakendar, eins og frásagnir um liðinn tíma eru ávalt
að meira eða minna leyti. Væri þetta ljóst í meðvituud fullorðinna
manna i söfnuðinum, þá mundi það komast alveg af sjálfu sér inn í
huga barnanua, jafnframt þvi sem þau þroskuðust, og þá þyrfti þetta
alls ekki að koma til greina við kensluna. En örðugleikinn er í því
fólginu, að fullorðnuin mönnum í söfnuðuuum er þetta alls ekki ljóst.
Þar á móti hefir því verið þrýst fast iun í meðvitund safnaðarins, að
hvert atriði, undantekningarlaust, sein frá er skýrt í ritningunni, verði
meim að telja algerlega óskeikulan sögulegan sannleika; aunars geta
menn engu af því trúað. Börnin þroskast með þessari hugmyud. Eyrir
bragðið er inálið örðugt, viðfaugs. Því að fyrir bragðið eiga menn á
liættu að hagga við sjálfri kristnu trúnni hjá barninu, þó að ekki só
annað gert en gefa í skyn, að til sé það í ritningunni, sem ekki sé al-
veg sögulega áreiðanlegt. Þess vegna þarf liór á varfærni að lialda.
Eikað liinu leytinu er ekki unt að þegja. Barnið fær mjög snemma að
heyra það, að ritningin só ekki alveg áreiðanleg í öllum efnum. Það
fær að heyra það hjá vantrúarmönnunum, og það þá á þann liátt, sem
stofnar trú þess í mestu hættu. Kennarar og foreldrar verða því uð
skýra barninu frá málavöxtum, þegar það hefir fengið uægau þroska
til að skilja þá. Þeir verða að biðja guð um aðstoð sína, bæði til þess