Verði ljós - 01.02.1900, Blaðsíða 14
30
naumast blöðum um það að fletta, að verkið er vandlega af liendi leyst
og getur aldrei orðið böfundinum nema til sóma, frá hvaða lilið sem
það er skoðað. Vér höfum heyrt þess einhversstaðar getið á prenti,
að höfundurinn hafi látið tónskáldið mikla, I. P. E. Hartmaun, elzta og
mesta söngfræðinginu, sem Danir eiga nú, yfirfara handritið, og enn
fremur, að hann hafi lokið eindregnu lofsorði á það. Hér má þvi segja:
„Eoraa locuta est, causa finita est“ — það þarf þ á ekki framar vitna
við. Það vita allir, að dómur Hartmanns í þeim málum er sá hæsta-
réttardómur, sem enginn óheimskur maður lætur sér til hugar koma að
vefengja.
En Joótt verkið sé frá söngfræðilegu sjónarjniði ágætlega af hendi
leyst, þá er ekki með því sagt, að það falli öllum jafu vel í geð. Því
á svæði sönglistarinnar ■— og þá einnig hinnar kirkjulegu ■— er það
mjög svo alment, að það, sein einuin þykir undurfagurt, getur öðruin
þótt fremur tilkomulítið; eu hér á það sér þá líka stað, að það, sem
manni í fyrstu þykir tilkomulítið, getur sama manninum þótt fagurt
þegar frá líður og hann fer að venjast þvi. Og þetta síðast talda vild-
um vér hiðja menn að liafa hugfast að því er hátíðasöng séra Bjarna
snertir. Hann er svo frábrugðinn því, sem vér höfum átt að venjast
hingað til, að naumast er við því að búast, að menn, sem ekki eru því
söngfróðari og söngnæmari, felli sig þegar í stað við hann ; en varla
trúum vér því, að ekki verði annað ofan á, þegar menn hafa heyrt
hann oftar og taka að venjast honuin.
Safnaðarsvörin virðast oss yfirleitt tilkomu meiri en tón prestins
víðast hvar. Þetta á ef til vill lika svo að vera, að minsta kosti sætt-
um vér oss fullvel við það. Erainmistaða prestins á að vera eins lát-
laus og framast er unt; hið íþróttlega á ekki heima þar og má helzt
elcki koma þar fram, því það getur haft truflandi áhrif á söfnuðinn.
Oss virðist það meira að segja ekki efunarmál, að bezt færi á því, að
presturinn mælti blátt áfram af munni fram — án tónsöngs—alt það sem
hann segir frá altarinu; með því væri að minsta kosti úr þeim vanda bætt, sem
oft leiðir af því, að prestiun vantar nægilegt söngnæmi og söngrödd.
Bæði hjá Þjóðverjum og hjá Norðmönnum mun sú regla vera alinenn-
ust, að prestarnir mæli af munni fram, en syngi ekki; eins mun vera
hvervetna í Englandi og Yesturheimi. -— Safnaðarsvöriu eru yfirleitt eink-
arhljómfögur og áhrifamikil; aðeius virðist oss mega finna það að þeiin,
að þau séu víða býsna há og of margbrotin fyrir þá söngkrafta, sem
hér á landi víðast hvar er á að skipa. Vér erum þannig hálfhræddir
um, að t. d. hallelúja’ið við kveldsöngva verði full erfitt viðfangs þar sem
ekki eru því betri og fullkomnari söngkraftar, og yfirhöfuð að tala er-
um vór liræddir um að hinn of margbrotni söngur verði fremur til þess
að fæla menn frá, að taka upp hina nýju kirkjulegu hátiðasöngva.
Hvort viða só farið að brúka hátíðasöng séra Bjarna, vitum vér