Verði ljós - 01.05.1901, Síða 6
70
við það auðveldara að afneita henni i sannleika, miklu fremur mun
það verða erfiðara; og liér við bætist ennfremur, að því lengur sem
maðurinn lifir sjálfum sér án aftuihvarfs, þess meiru valdi mun syndin
ná yfir honum. Upp á öll þessi efui mætti heimfæra, það sem Móse
sagði við ísrael: „Leyndardómarnir eru fyrir drottin vorn guð, eu
það sem opinberað er, er ætlað oss og niðjum voi’um æfinlega, svo að
vér þess heldur breytum eftir öllum þessum lögmálsorðum“ (5 Mós. 29,
29). Oss ber þanuig bæði i vortx eigin trúarlífí og í predikun vorri að
halda oss við „það sem opinberað er“ þ. e. veg guðs uáðar og hjálp-
ræðis, sem er opinberaður oss hér á jörðu, til þess að vér geturn gengið
hann og eftir því sem vér eigum hæfileika til hjálpað öðrum til hins
sama. Og vér skulum ekki sökkva oss niður í heilabrot um „leyndar-
dómana", því síður æpa það upp rneðal manna; því að „leyndardóm-
arnir eru fyrir drottin“ til þess að við skulum ekki yfir þeim gleyma
að efla voi'a eigin og annara sáluhjálp „meðan dagur er“, og enn þá
fremur til þess, að vér ekki skulum freista nokkurs manns til að fresta
afturhvarfi sínu hér í tímanum í von um að geta bætt úr tómlæti voru
annars heims. Sá, sem það gjörir, sýnir með því, að hann hefir tekið
ákvörðun sína, þá ákvörðun, sem drottinn hefir þegar kveðið upp dóm
sinn yfir, er hann segir: „Engiuu þeirra mauna, er boðuir voru, skal
bragða mína máltíð“.
li iblíurannsóknirnar,
innbldsturinn og opinberunin.
(Brot úr ritgjörð séra Kr. ,T. Bergmanns í síöustu „Aldamótum11).
Hið eina, sem breyting hlýtur að taka í huga hvers manns, sem
að hálfu eða öllu leyti fellst á niðurstöðu gamla testamentis rannsókn-
arinnar, er innblásturskenningin. Kenningiu um bókstaflegan innblástur
fær ekki búið uudir sama þaki og þessar nýju skoðauir. Eu sú kenn-
iug liefir aldrei verið álitin trúaratriði og getur ekki eftir eðli sínu stað-
ið í neinu sambandi við sáluhjálplega trú. 8ú kenning er að eius guð-
fræðileg hugmynd, sem mennirnir hafa búið sér til. Hún hefir aldrei
verið tekin upp í kenniugarkerfi kirkjjinnar, blátt. áíram af þeirri á-
stæðu, að hún á þar öldnngis ekki heirna. En alt þetta kenningarkerfi
hvílir á þeirri trú, að til sé guðleg opinberun, að vér eigum sögu þess-
arar opinberunar fyrir oss liggjandi í heilagri ritningu. í gamla testa-
mentinu birtist hún oss á alli'a fyrstu stigum sínum eius og bjarminn
af upixrennandi sól. 8vo heldur hún áfram, birtan verður skýrari og
skýrari, ljósið hreinna og hreinna, þangað til sóliu sjálf rennur upp á
himininn með komu Jesú Krists í heitninn. Vér höfum hér allar hugs-