Verði ljós - 01.05.1901, Side 7

Verði ljós - 01.05.1901, Side 7
71 anir guðs mönnunum til frelsis, þær mætast allar og renna saman í pers- ónu Jesú Krists. Guð liefir gefið mönnuuum liugsauirnar og látið þær vera þannig, að þær staðfesta sig sjálfar fyrir samvizkum maunanna. En mennirnir hafa klætt þær í fötin, orðin, umbúðimar. Jesús Kristur er sjálfur guðs orð. Hann er kjarni ritningarinnar allrar, í gær og í dag og eiliflega hinn sami. Haun er grundvöllur trúar vorrar, — hann og enginn annar. iÞótt sýnt verði fram á, að hinn mannlegi búningur gamla testa- meutis opiuberunarinnar só eitthvað ófullkominn, haggar það ekki þeim opiijberun hið minsta hæti. Guðshugmyndin er þar, sem birtist oss á fullkomnasta stigi í Jesú Kristi. Sambandið milli guðs og mannsins er þar, •— sama sambandið eius og mannkynsfrelsarinn gjörir lærisvein- uin sínum svo óumræðilega ljóst með dæmisögunni um vínviðiun og greinarnar. Sá, sem kemst í það lífssamband við frelsarann, fær mátt- inn til að lifa og djörfungina til að deyja eins fyrir því, þótt sannað verði, að einhver atriði í sögu ísraelslýðs hafi verið á annan hátt en skráð er í gamla testamentinu. Það er sannarlega að binda sig of mjög við bókstafinn að ætla, að maður sé skyldugur til að trúa þar hverju sögu- legu smáatriði til þess að verða hólpinn. Það er að binda mönnum byrðar sem þeir eru ekki færir um að bera. Það er hin guðmanulega persóna frelsarans, sem gjörir menn hólpna eu ekki bókin, sem um hann vitnar. Það eru hugsanir biblíunnar, sem lifa til eilífðar, en ekki bók- stafurinn. Himinn og jörð munu líða undir lok, en mín orð skulu ekki undir lok líða, segir frelsarinn. Þegar himinn og jörð líða undir lok, bverfur bókstafurinu, umbúðirnar, •— bækurnar, sem vér nefnum biblí- ur. En hugsanir hans eru eilífar, af því að hann sjálfur er eilifur, og af því að þær eru þá orðnar eilif eign þeirra, sem á liaun trúa. Það er auðskilið, að þegar haun á þessum stað talar um orðin sín, meinar hann einmitt hugsanirnar, en ekki þá skrásetningu þeirra, sem vér höf- um í uýja testamentinu. Og þegar hann talar um, að ritningin geti ekki raskast (Jóh. 10, 35) meinar liann það auðvitað til efuisius, en ekki til orðanna. Þær framfarir, sem vér mennirir tökurn í skilningi kristindómsins, eru að mjög miklu leyti fólguar í því, að losast undan þrældómi bókstafsins. Og ég fæ ekki betur séð en að árangurinn af þeim rannsóknum, sem liér er um að ræða, só einmitt greinilegt og göf- ugt spor í þá átt. Eius og þegar hefir verið tekið fram, halda allir trúaðir vísinda- meun því föstu, að i gamla testamenfcinu sé guðleg opinberun, að Gyð- ingar hafi verið útvalin þjóð, að þar höfum vór undirbúuingiun undir nýja testainentis opinberunina. Þeir halda því föstu, að eftir aðalefni sínu og innilialdi sé gairtla testameufcið saga þeirrar opinberunar og í þeim skilningi guðs orð. Hið verulega gildi gamla testamentisins hefir ekki rýrnað hið allra minsta i huga þeirra. Guðs hngmyndin er öldungis

x

Verði ljós

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.