Verði ljós - 01.05.1901, Qupperneq 9
73
inum. og einsleg fyrirgefuingarboðun hefir lagst niður, njóti presturinn
sín síður sem sálusorgari, og þetta hlýtur að vera tjón bæði fyrir presta
og söfuuði.
Eg veit það vel, að til eru í söfnuðum vorum margir alvarlegir og
trúaðir menn og kouur, sem hafa guðs orð um hönd daglega og lifa
innilegu samlífi bænarinuar við Drottin, sem hugsa mikið um sálu-
hjálpleg sannindi trúarinnar og færa sér í nyt alla þá fræðslu i þeim
efnum, sem þeir eiga kost á. Þessir nieun hafa lifandi tilfinningusynd-
ar sinnar og ófullkomleika, og þeir hafa lifandi trú á þá náð guðs, sem
boðin er í kveldináltíðarsakramentinu og þeir neyta þess með fagnandi
og þakldátum hjörtum, sér til ómetanlegrar blessunar. Þeir eru alt af
undirbúnir undir nautn sakramentisins, því þeir iðrast daglega synda
sinna og staðfestast á hverjum degi á ný i trú sinni.
En aftur á móti veit ég líka, að til eru fjöldamargir i söfnuðum
vorum, sem koma til guðs borðs eða langar til þess að koma þangað,
en hefðu þörf fyrir meiri og rækilegri leiðbeiningu við undirbúninginn
undir það, heldur en veitt er með hinum tiðkanlegu skriftaræðum. Eg
á hér ekki við þá, sein eru aðeins kristnir að nafuinu, en hafa fleygt
kristinni trú fyrir borð; því bæði er það, að þeir koma mjög sjaldan
til altaris, og varla myndu þeir heldur hagnýta sór neina fullkomnari
leiðbeiningu, þótt þ.ess væri kostur; þeir eiga heldur ekkert erindi til
guðs borðs og ættu ekki þangað að koma. En ég á við þá hina mörgu,
sem hafa löngun til þess að lifa eins og kristnir menn, en geta eldci
að einhverju leyti felt sig við kenniugu kirkjunnar um þetta sakramenti,
eins og þeir hafa skilið hana; og ég á við þá hina mörgu, sem hafa
vegna vanþekkingar sinnar rangar skoðanir á þýðingu og blessun
sakramentisins.
Margir þessara manna láta þessar ástæður aftra sér frá því að
ganga til altaris, því þeir eru hræddir um, að þeir kunni að vera
óverðugir altarisgestir, og þá telja þeir það meiri synd að koma þang-
að eu að koma alls ekki. — Eg þarf ekki að vera fjölorður um það,
hve sorglegt það er, að margir menn skuli fara á mis við blessuu
kveldmáltíðarinnar vegna misskilnings eða vauþekkingar, sem bæta hefði
mátt úr og leiðrétta ef tækifæri hefði verið til þess.
Aftur á móti láta sumir þessar efasemdir ekki attra sér frá því að
ganga til altaris; en þeir koma þangað liikandi og með liálfum huga;
þeir koma ekki með fögnuði eins og þeir, sem koma þar til fundar við
frelsara sinn, til þess að þiggja af lionum hans beztu ástgjafir, lieldur
koma þeir með kvíða fyrir því, að þeir verði dæmdir óverðugir altaris-
gestir. En það er ómögulegt að slíkir meun geti haft fulla blessun af
altarisgöngu sinni.
Yæri það nú venja, að menn töluðu einslega við prestinn áður en
þeir ganga til altaris, þá muudu þessir menn nota tækifærið til þess