Verði ljós - 01.05.1901, Qupperneq 14
78
uin skjátlast í meira lagi, er þeir halda, að trúin á guðdóm frelsaraná
í meðvitund manna haggist við það, að sýnt er fram á, að mótsagua
verði vart í frásögu guðspjallanna um fæðing Jesú og berusku, eða að
eiun minuist ekki með einu orði á sumt það, er anuar segir frá. Því
hvað snertir þögnina, þá er jafnan varlega ráðandi af henni, að höf.
hafi verið ókunnugt um það, sem hann ekki segir frá, og livað missagn-
irnar snertir, og það að álykta frá þeim, að viðhurðurinn, sem sagt er
ífá, sé ósanuur, þámætti hér minna á orð hins fræga Lessings: „Hver
hefir nokkru sinni dirfst að álykta svo þar sem veraldarsagan á í hlut?
þegar Livius ogPoiybius og Tacítus segja frá saina viðhurðinum, sömu or-
ustunni. og sömu umsátinni, og hver þeirra segir svo ólíkt frá, að ein-
stöku atriði lijá einum útilyknr með öllu einstöku atriði hjá
öðrum, hafa menn þá nokkru sinui af þeirri ástæðu neit-
að sjálfum viðhurðinum, sem þeim kemur öllum saman um?“ Þetta
má vel heimfæra upp á sögu guðspjallamanuanna. Þeir segja allir frá
lífi Jesú á þá leið, að enginn vafi er á því, að þeir viðurkenna allir
guðdóm hans, en þegar kemur til hins yfirnáttúrlega getnaðar og
undursamlegu fæðiugar, þá segir einn frá því á sinn hátt og annar á
siun, og liinn þriðji segir alls ekki frá þvi. En það sér hver heilvita
maður, að ekki er mikið vit í, að neita guðdómi frelsaraus út frá slíku.
Það er- logiskt „gat“ og ekkert annað.
En „götin“ eru fleiri. Það er að minsta kosti eitt eftir.
Það er yfir höfuð að tala stór misskilningur hjá höf. þessa rits, að
trúin á guðdóm frelsarans, og yfir liöfuð sannleika kristindómsins, standi
og falli með einstökum frásögum í nýja testamentinu eins og t. a. m.
barndómssögunni. Eyrir þá menn, sem álíta, að bókin, ritniugin, sé
grundvöllur liristindómsins, getur það haft nokkra þýðingu ef sannað er
um einstakar frásögur í hinum helgu ritum, að þær iunihaldi ekki bók-
staflegan, sögulegan sannleika; — en fyrir alla þá, er haf'a öðlast skiln-
ing á þvf, að grundvöllur kristindórasins er sjálf persóna Jesú Krists,
eins og henni er lýst í hinum stóru höfuðdráttum í sögu nýja testament-
isins, eins og hann auglýsir sig fyrir hjarta hvers þess manns, er vili
og reyuir að gjöra alt líf haus til orða og verka að lífslögmáli sínu, og
eins og hann opinberar sig í sögu heimsins um 19. aidir sem sá er ekki
að eins hefir „lagt hina þýðingarmestu undirstöðu undir alt félagslíf
mannanna“,heldur jafnvelumskapað allt líf og háttu bæði pjóða og ein-
staklinga, - fyrir oss hefir það alls enga þýðingu livort sögulegur áreið-
anleiki einhverrar einstakrar frásögu verður vefengdur, svo framarlega
sem hin andlega heildarmynd af persónu og lífi frelsarans, er blásir við
oss í öllum ritum nýja testamentisins, eyðilegst ekki við það. Og svo
er háttað öllum þeim frásögum, sem höf. ræðst á. að heildarmyndin af
persónu og lifi frelsarans verður nákvæmlega hin sama þótt þeirra mist
við. En einmitt þessari andlegu heildarmynd af manninum Jesú
Kristi, sem vér eigum í nýja testamentinu, er svo farið, að þvi lengur
sem vér virðum hana fýrir oss, þess dásamlegri verður hún, unz vér
hijótum að segja með hundraðshöiðingjauum í guðspjallinu: öannarlega
var þessi maður guðs sonur. Þetta skilur auðvitað ekki maður eins
Henning Jensen og þeir er líkt hugsa. Þeir álíta þár á móti að guð-
dómur frelsarans „standi og falli“ með barndómssögunni og sögulegum á-
reiðanleika hennar í öllum hennar minstu atriðura, og því beina þeii' skeytum
sínum þangað og — missa marks. Eins og Páll postuli forðum trúði á
guðdóm JesúKrists, enda þótthvergi verði beinlínis séð af bréfum hans,
að hann hafi þekt frásögur þeirra Matteusar og Lúkasar um hinn