Verði ljós - 01.10.1901, Page 2
146
t w
^YÍnningurinn
af biblíurannsóknum vorra tíma.
Synodus-fyrirlestur 1901.
II.
Er hér nú um tjón að ræða eða ávinniug?
Eg er ekki í miusta vafa u:n, að hér er að ræða um slór-
mikinu ávinning, að hin nýja biblíufræði gefur oss hér miklu meira en
það sem húu tekur frá oss.
Það eitt fyrir sig, að losna við rangar skoðanir á hvaða efni sem
er og að fá réttar skoðanir á því í staðinn, getur aldrei orðið annað
en andlegur ávinningur, og því gö"ugri sem þau efni eru, sem ræða er
um, þess dýrinætari verður áviuningurinn.
Hinir margvíslegu ófullkomleikar í bókum rituingarinnar, ófullkom-
leikar í umbúðum hins guðlega orðs í ritniugunni, mótsagnir og óuá-
kvæmni, hafa um margar aldir verið eitt af aðalvopnum vautrúariunar
í baráttu henuar gegn opinberuninni. Gagnvart árásum þessum stóðu
menn fyr á tímum allsendis varnarlausir. Þeir voru á allar hliðar
buuduir af þeirri imyndun, að ritningin væri öll verk guðs anda og
hlyti því í öllum greinum að vera jafnóskeikul og alfullkomin. Til
þess að verjast árásum vantrúarinnar, urðu þeir því oftast nær að gripa
til gjörræðilegra útskýringa, vandræðalegra tilrauna til að leggja
aðra þýðingu i orðin en beinast lá við; og sigurinn hlaut í flestum til-
fellum að verða vantrúarinnar megiu, því að þar voru venjulega hiuar
skýru röksemdir.
En nú er þetta orðið öðruvísi. Nú er fundin sú ráðuing á hinum
mörgu mótsögnum, sem nægir, ög nú hafa menn öðlast réttan skilniug
á þvi, hvernig stendur á þessum ófullkomleikum i bókum ritningarinnar.
Og livorttveggja þetta er aðallega að þakka þvi, er hinar visindalegu
rannsóknir hafa í ljós leitt viðvíkjandi ujipruna þessara rita og þeim
skilyrðuin, sem ritin eru fram komin undir. Nú er víðast livar um
liinn mentaða 'heim, nema ef vera skyldi á Íslaudi, brosað að þeim
mönnum, er ætla sér að rífa niður kristindóminn með þyí að beuda á
mótsagnir eða aðra. ófullkomleika í hinum helgu ritum og það talið
vottur um blábert mentunarleysi. Hin uýja biblíufræði hefir hér svift
vantrúna einu hennar handhægasta vopni, svo að það er nú orðið sjald-
gæft, að menta^ir menn grípi til þess. Hún hefir til fulls komið mönn-
um í skilning um, að það eru ekki bækuruar, sem framleitt hafa
guðstrúna í heiminum, svo trúin standi og falli með þeim, heldur er
það miklu fremur guðstrúin í heiminum, sein framleitt heíir bækurnar,
svo að þær í stað þess að vera uppspretta guðstrúariuuar eru vitnis-