Alþýðublaðið - 24.05.1923, Side 1

Alþýðublaðið - 24.05.1923, Side 1
*923 1x4. tölublað. Ríkissknldabréfin sænsku, sem er tiappdrætti um leið, kaupa allir. Allar nánari upplýsingar gefur Kristinn Pálmason nmboðsmaður daglega kl. 12—1 og 6 — 7. Verzlunín Jökull Laugaveg 49. — Sími 759. AlbýðnbranðBerðin framleiðir að allra dómi bezfu brauðin í bænum. Notar að eins bezta mjöl og hveiti frá þektum erlendum mylnum og aðrar vörur frá helztu firmum í Ameríku, Englandi, Danmörku og Hollandi. Alt efni til brauð- og köku- gerðar, smátt og stórt, eru beztu vörutegundirnar, sem á heimsmarkaðinum fást. Dagsbrún. Fundur haldinn í G.-T.-húsinu í kvöld, 24. þ. m., kl. 7^/2 e. h. — Fundarefni: Jón Baldvinsson segir þingsöguna. Umræður á eftir. Sýnið félagsskírteini. Stjórnin. Kðliun aiúýlnnnar. IV. Fyrsta kölíun alþýðunnar fyr&t um sinn er það að ryðja úr végi torfærunum á leiðinni til fyrirheitna landsins, framtíðar- ríkis jafnaðarmanna, hins endur- bætta þjóðfélags. Þær torfærur eru lestir og brestir samtíðarmannanna. Lestir manna eru torfærur á þessari leið sökum þess, að þeir eru æfinlega vitleysa, sem siglir undir fölsku flaggi og villir mönnum sýn um sanngiidi hluta og hugmynda. Brestir manna eru torfærur á þessari leið vegna þess, að þeir taka alt af einstaklinginn fram yfir samfélagið, hlutann fram yflr heildina, girndina fram yfir þörfina. Til þess að ryðja þessutn tor- færum úr vegi er aiþýðan kölluð af máttarvöldum tilverunnar. Tii þfcss að gegna þessari köílun sinni verður alþýðan að takast á hendur starf vandlœtar- ans í þjóðfélaginu, — átelja lestina, benda á brestina. Nóg er verkefnið. Drykkju- löstur þjóðarinnar lætur hana kaupa áfengi í svo stórum stíl, að ágóðinn af þeirri verzlun skiftir hundruðum þúsunda, en samtímis er ríkið í vandræðum með sjúklinga sína. Bankastjór- ar, ,sem brestur getu að leysa sómasamlega af hendi stört sín og baka með því öllu ríkinu vandræði, eru verðíaunaðir með meira fé eif þeir geta torgað með eyðslu og gefið >frí«. Sam- vizkusömum verkamönnum aftur á móti er synjað um verk að vinna og sveltir að saklausu, þótt þarfir þjóðarinnar hafi nóg handa þeim að gera. Svo er um sitthváð fieira; — svona er um margt, margt fleira. Hér þárf vandlætingar við. Ef alþýðan ekki vinnur hana, vinn- ur hana enginn. Hvarvetna þar, sem einhver áiþýðumaður sér eitthvað fara aflaga, — þá á hann að hefjá upp raust sfna og segja til, hlífðarlaust og hreiniega, tii þess að úr verði bætt almenningi til heilla, en ekki til ávinnings einstaklingum. Ef þetta er gert, ef þessari köllun er hlýtt, mun brátt verða greiðfærara að markinu. Þó er ekki hér með búið. Kaupið Kvenhatarann; er ó- dýr og skemtii'egur. — Fæst f Tjarnargötu 5. Hjálp og hjúkrun i slysum og sjúkdómum er bók, sem ætti að vera til á hverju heimili og á hverju skipi. Með 53 myndum. Yerð kr. 3,50. Fæst hjá bóksölum. Hefi aftur fengið tiéskósstígvéla- botna. Smíða ný stígvél eftir pöntuu, set botna í gömul. Ragnar J. forsteinsson, Bergstaðastíg 22, Góður staður í sveit 1 óskast handa 10 ára dreng. A. v. á.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.