Verði ljós - 01.10.1903, Qupperneq 9

Verði ljós - 01.10.1903, Qupperneq 9
VFÆÐT LJÓS! 153 guðfræðimiar: skynsemisstefnu, siðfágunarstefnu og dulspekisstefnu. TJm hinar tvær siðarnefndu stefnur skal eg ekki fjölyrða, enda liggja þær oss harla fjarri. En „skynsemisstefnu“ höfum vér allir heyrt talað um, en hvort það er sú stefna, sem séra B. á við, er mjer ekki ljóst. E>að að þessi skynsemisstefna séra Björns á rót sina að rekja til „nýju guð- fræðinnar", virðist gera það augljóst, að hér sé ekki að ræða um þá, skynsemisstefnu, sem hefst um miðbik 18. aldarinnar. En þar sem hius vegar þessi skynsemisstefna séra Bjöl'ns er móðir bibliukritíkurinnar, getur hér ekki verið um sérstaka ameríska skynsemisstefnu að ræða, því að biblíukritíkin hefir ekki hingað til verið talin amerísk að uppruna. Hér þyrfti höf. helzt að leysa betur frá skjóðunni, annars er hætt við að menn lialdi, að alt þetta, sem höf. segir um samband biblíukrítíkurinnar við skynsemisstefnuna og skynsemisstefnunnar við nýju guðfræðina, sé blátt áfram búið til af höf. sjálfum í ákveðnum tilgangi. JÞví það leyu- ir sér ekki, að alt. sem höf segir um nýju guðfræðina aunars vegar og skynsemisstefnuna hins vegar, er sagt i ákveðnum tilgangi, sem sé þeim, að gera lýðum ljóst, að ekki sé við góðu að búast af bibliukritikinni, þar sem hún sé þannig til komin. Og vitnisburðurinn, sem höf. gefur biblíukritíkinni, er þá líka þar eftir: Hún er sprottin af mótþróa skyn- seminnar gegn hinu yfirnáttúrlega og leiðir til vantrúar („að klæða Krist lir skikkju guðdómsins11). Eg skal ekki þrátta við höf., hvorki um þessar né aðrar guðfræði- legar staðhæfingar höf., þær sanna hvort eð er ekki annað en það, sem höf. var áður nógsamlega búinn að sanna með ritsmíðum sfnum, að þær „streyma11 frá fjalli mentunarleysins og fáfræðiunar. Bibliurannsóknun- um gerir það vitaskuld ekkert til þótt menn, eins og séra Björn æði gegn þeim með öllum sínum sleggjudómum, og vísiudamönnum þeim, er þar eiga í hlut, gerir það ekkert til, þótt menn eins og séra Björn tali óvirðulega um start þeirra og setji vísindamensku þeirra í „gæsa- lappir11. En ég vildi óska þess, vegna séra Björns sjálfs, að haun vildi nú, áður en hann sest næst í dómarasætið, af alvöru kynna sér það mál, sem hér er um að ræða. Eg er, sem sé, enn ekki vonlaus um, að séra Björn kynni að geta saunfærst, þó ekki væri um annað en það, a ð liér starfa menn, sem vilja efla guðs dýrð, engu síður en hann, að liér starfa menn, sem i öllu vilja láta leiðast af sannleikanum, engu síður eu hann, og að hér starfa menn, sem hafa reikningsskapardaginn fyrir augum engu síður en séra Björn og þeir aðrir, er nú þykjast vinna guði þægt verk og gera kirkju hans greiða með því að sverta þessa menn og starf þeirra í augum almeunings. Og ég er sannfærður um, að getsakirnar í garð þeirra yrðu þó minni og sleggjudómarnir færri, og líklega mundu þá einnig „gæsalappirnar11 um vísindamensku þeirra hverfa með öllu. En með því væri inikið unnið. Þá flytja Aldamót, auk hins venjulega bókmentabálks (Uudir liudi-

x

Verði ljós

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.