Verði ljós - 01.10.1903, Qupperneq 6
150
VEBÐI LJÓS!
Við hádegisborðhaldið var oss sagt, að Sóreyjarbúar og fjöldi
bænda úr nágrenninu. biðu vor á torgi bæjarins með vagna, ef fundar-
menn vildu létta sér upp og sjá ýmsa merka staði. Var þessum boðum
tekið með miklum fögnuði; sá er flutti oss þau var Bjerre prestur í
Pedersborg, og bauð hann oss meðal annars að heimsækja sig, en á
prestsetri hans má sjá elztu leifar fornaldarvíggirðinga, sem til eru í
Danmörku. Yér ókum svo fyrst um bæinn, sem var allur flöggum
skreyttur; fagnaðarópin dundu við og blómum rigndi uiður yfir vagn-
ana hvar sem ekið var um bæjarstrætin. Á Pedersborg-prestsetri var
oss vel tekið. Prestur ávarpaði oss með fagurri ræðu og Pinnar sungu.
Þaðan var haldið til Bjernede og þar skoðuð ein af elztu kirkjunum i
Danmörku, og síðan til Pjenneslev, en þar er og mjög merkilegt og
fornt kirkjuhús. — Yar að þessu ferðalagi hin bezta skemtun. Um
kvöldið kl. 8 flutti norskur trúboði, Johannes Johnson, heitan og
vekjandi fyrirlestur um „stöðu trúboðsins í lífi kirkjunnar11. Dað jók
ekki hvað minst á áhrif orða hans, að hann stóð þarna bókstaflega
talað búinn til ferðar suður til Madagaskar; en þar er starfsvið hans.
Og að aflokinni ræðu sinni kvaddi hann oss og lagði á stað suður í
heim.
Næsta dag var trúboðið aftur á dagskrá. Dá flutti dr. med.
Maria K. S. Holst fyrirlestur um „læknatrúboð11. Sjálf er hún bæði
læknir og trúboði á Indlandi. Síðan talaði sænskur trúboði, Blom-
strand, um hið svokallaða „skólatrúboð“, þ. e. trúboð, sem
rekið er með því að stofna skóla rneðal heiðingjanua, og hefir gefist
mæta vel. Loks talaði Robert Wilder (Ameríkumaður), einn af
þektustu trúboðunum á Indlandi og jafnframt einn af forgangsmönnum
hinnar kristilegu stúdentahreyfingar um „skyldur hvíta mannsins gagn-
vart heiðingjunum11.
Miðvikudaginn 22. júlí var „kristindómslíf stúdenta" á dagskrá.
Um það urðu hinar fjörugustu umræður. Bezt talaði þó sænskur
prestur, Erl. Björck. Hann lagði mikla áherzlu á biblíulesturinn og
bænarlífið. Um kveldið flutti norski stiftsprófasturinn Gustav Jensen
tölu um „hin sannfærandi áhrif kvöldmáltíðar drottins á kristindóm
einstaklingsins11. Var sú tala haldin með sérstöku tilliti til þess, er
fara átti fram næsta dag, guðsborðs-göngu allra fundarmanna, enda
mun þessi tala stifsprófastsins verða mörgum lengi minnisstæð.
Á undan altarisgöngunni næsta dag hólt Gustav Jensen skrifta-
ræðuna. Alls 500 manns voru til altaris, því að um morguninn höíðu
30 stúdentar, er undaníarna daga höíðu átt fund með sór á Herlufs-
holm, bætst við hópinn. Er það einhver hin hátíðlegasta stuud, sem
ég hefi lifað, að sjá allau þaun fjölda streyma upp að altarinu til þess
að hljóta þar styrk og blessun að ofan.
Við miðdegisborðið voru þakkarkveðjnr fram bornar til hinnar