Verði ljós - 01.10.1903, Side 7
VERÐI LJÓS!
151
dönsku forstöðunefndar fundarhaldanna og þakkaði einn fyrir hönd
hverrar þjóðar. Fyrir hönd okkar Islendingauna þakkaði Haukur
Gíslason stud. theol.
Kl. 8 um kveldið var haldinn lokafundur. Hans Kock prestur
flutti stutta ræðu og talaði uin Samverjann, sem, er hann haíði lækning
hlotið, sneri aftur til þess að gefa guði dýrðina. Síðan talaði formaður
fundarhaldsnefndarinuar, Lic. F r. Torm, nokkur ávarpsorð sórstaklega
til okkar hinna yngri, — og með játning trúarinnar og faðir vor var
þessum 7. „norræna stúdentafundi með kristilegri stefnu3krá“ slitið.
Þegar ég lít til baka til þessara fundardaga og minnist alls þess,
er þeir höíðu að flytja, verð ég að segja: inndælli stundir get ég
nuumast hugsað mér. Og vafalaust munu langflestir þeirra, er þar
voru, segja slíkt hið sama. iPað gat ekki dulist, að drottinn sjálfur
var þar nálægur með blessun sinni; andi hans var þar yfir öllu, þess
vegna tókst alt eins og það tókst.
Svo er ráð fyrir gert, að næsti kristilegi stúdentafundurinn verði
lialdinn i Noi'egi sumarið 1906, og hefir þegar verið kosin nefnd til að
standa fyrir þeim fundarhöldum.
garfuglarnir.
TTVAÐ er það, hið dragandi og dulda,
T T Sem dýpst er í farfugla þrá?
Það leiðir þá löngum á vegi
og lætur þá ratað fá.
Á veginum voðalöngum
þá villa bagar ei nein;
þeir eiga í eðli sínu
svo öruggan leiðarstein.
Þeir skunda skapi léttu
yfir skýhá fjöll og gjár
og horfa úr hæðunum niður
í hyldýpis unnir blár.
Þeim ægir ei það, sem er undir,
þá yfir það hraða þeir sér;
í hjörtunum smám er hugur,
sem hálfa leið þá ber,