Ný evangelisk smárit - 01.05.1900, Blaðsíða 4

Ný evangelisk smárit - 01.05.1900, Blaðsíða 4
4 maður, til þess að leggja fyrir þig þá spurningu, livernig á því standi, að þú hefir ððlast frið við guð og ert svo glaður í guði, því að þetta er undirrót sælu þinnar.—JÞað er Jesús, sem þú átt það að þakka. Hann kefir pínst og — þér líður vel. JÞaðerekki of mikið þótt heimtað sé, að sá, sem byrðinni var létt af, minnist haDS, sem létti henni af. Guð tók í syni sinúm á sig syndarþjáninguna. JÞað er byrðin, sem vér sjáum hann bera, er vér í anda fylgjum honum yfir um Kedron, gegnum Getsemane til Golgata. Vér erum sælir! Látum oss tryggja sem bezt þessa sæluvora, — svoaðenginn geti svift oss henni, —með því að setja oss réttilega fyrir sjónir, hversu guð hefir lagt grundvöllinn að því, og hvað það hefir kostað. Það var tilgangur minn með þessum orðum. Eg vil bæta hér ofurlitlu við. Ég hugsa mér, að orð mín kunni að verða á vegi einhvers þess, sem enn þá er að krossfesta Jesúm. Og þvf vil ég gera mitt til þess, að hann geti ekki lagt frá sér blöðin án þess að Jesús hafi kallað hann til sín. JÞað var einu sinni ungur maður. Hann hafði i andvaraleysi selt sig syndinni á vald og mátti ekki heyra nefnt afturhvarf. Hjarta móður sinnar hafði hann sundurkramið. Faðir hans var enn á lífi og harmaði mjög atferii barnsins síns. Kvöld eitt sagði hann undur blíðlega við son sinn: „Vertu nú heima, drengurinn minn! og farðu ekki út í kvöld“. En hinn uugi maður hafði einmitt ásett sér að fara út, til þess að slarka með félögum sinum. „Ég vil ekki vera heima; hér er svo leiðinlegt11, svaraði hann og opnaði dyrnar. Þá lagðist faðir hans á kné á dyraþröskuldinum og grátbændi liann um að gera

x

Ný evangelisk smárit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný evangelisk smárit
https://timarit.is/publication/502

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.