Nýjar kvöldvökur - 01.04.1914, Blaðsíða 5

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1914, Blaðsíða 5
SMARAGÐA. 77 fanst ekki vera annað en fyrirlitlegur hégómi. Svo fanst Hugh endilega að sendiherrann hefði óbeit á honum, og féll það illa. Reynd- ar hafði Lady Currie tekið honum einkar vel °g heilsað honum sem ættingja, þó að langt vaeri það fram komið, því að hún var af ætt Pémbrokes-greifanna. En Sir Philipp var altaf þurlegur og tortrygginn. Orðin um sjálfboða- lið úr öðrum áttum höfðu stungið Hugh ónota- 'ega, og hann gat ekki gleymt þeim. Margar stundir hafði hann orðið að láta ganga í kynningarheimsóknir hjá sendiherralið- *nu. Honum Ieiddist það fólk, því að enginn beirra hafði sömu skoðanir og hann um afstöðu stórveldanna við Tyrkjaveldi. Á þessum ferð- nni um bæinn hafði hann fengið að sjá sold- aninn. Stórherrann ók í lokuðum vagni til að- setursstaðar síns, Yildizhallar, og hlupu eitthvað tðlf ménn á eftir vagninum í gullglitrandi ein- hennisklæðum. Pað voru ráðherrar og hirðgæð- ingar; gömlu mennirnir löfðu í frakkalöfum hinna yngri, til þess að dragast ekki aftur úr. ^retann væmdi við að sjá þessa sjón. Hefði enginn aðdráttarsegull verið þar í grendinni, og hefði hann ekki vonað að eitt- hvað yrði innan skamms til þess að að rífa í sundur kongulóarvef ensku stjórnarstefnunnar, ^undi hann líklega hafa reynt til að losa sig burtu úr þessum leiðindum. En Smaragda Sveipaði veru hans þar í Konstantínópel ein- hverjum ósegjanlegum yndisleik, enda þótt hann hvorki sæi hana né heyrði. Hann stóð oft fram- an við gimsteinabúðirnar í Peru og var að hugsa um, hvað hann ætti að gefa henni fyrir hókina. En hann sá að það var erfitt eða nær ókleift að ráða fram úr því. Og það þó hann vildi eyða til þess nokkrum þúsundum punda, °g það fanst honum ekki neitt til um; þó mundi hann ekkert fá, sem ekki væri hégóminn ein- her í samanburði við listaverkið býzanska. Einn ^ag kom stórherrann af Lahore til Konstantín- ®pel; hann var þá á leið til Englands. Hann *ók á sig krók til að koma við í Aþenuborg °g Konstantínópel. Enski sendiherrann hélt át- veizlu honum til heiðurs daginn eftir komu hans; öllu sendiherraliðinu var boðið og flúni stórvezírinn átti líka að vera með. Hugh gekk heim úr skrifstofunni til þess að hafa fataskifti, klukkan var þá fimm, en veizl- an átti að byrja kl. hálfsjö. Heima á skrifborði sínu fann hann bréf frá móður sinni, og við hliðina á því lá ljósrauður silkiklútur, og virt- ist eitthvað vera innan í honum. Hann tók hann upp og fann í honum bréf eitt lítið með franskri utanáskrift. Hönd Smarögdu var á bréfinu. Hann fekk hjartslátt. Hann ætlaði að fara að opna bréfið, en sá þá bréf móður sinnar óopn- að, stilti sig og las fyrst bréfið frá Kairó. »Hugh minn góður,« stóð þar, »hjartan!eg kveðja og þökk fyrir hraðskeytið þitt. Eg vona þú sért búinn að koma þér vel fyrir og mat- arbreytingin hafi ekki gert þér ilt til. Gleymdu ekki að klæða þig hlýlega, því að lofthitamun- urinn er svó mikill og veðrabrigði eru oft snögg í Konstantínópel, og mundu eftir hvað þú ert næmur fyrir þeim. Eg fekk bréf frá her- toganum af Westminster, og hann hefur útveg- að nefndinni til verndar þjökuðum Armenum hundrað þúsund pund að nýju, og vonar að þú munir ná færi á að ganga í samband við nefndina. — Pegar maður er orðinn eins rosk- inn eins og eg er, sér maður takmark leiðar sinnar eins og ofan af háu fjalli. Pað er ekk- ert annað takmark til en það, sem frelsarinn hefur bent oss á. Pað eru ósköp af heimsku, sem vér sjáum daglega í kringum oss. Menn- irnir eltast við að ná í bráðónýtan hégóma, eins og það væri alt um að gera. Aðeins sönn mannelska getur ein fyrirgefið þessa heimsku og gleymt henni. Eg er nú sæl með sjálfri mér, af því að eg leita nú einskis annars en að styðja að hamingju mannanna, Pað er leynd- ardómurinn mikli, að vér finnum hamingjuna þegar við hættum að elta hana, en elskum fá- tæka og þá sem bágt eiga, og breytum eftir Kristi á þann hátt. Pað er dagleg bæn mín að þessi elska Krists mætti æ vera lifandi í þér. Guð blessi þig, goði drengurinn minn, og eg kyssi þig móðurkossi. ísabella.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.