Nýjar kvöldvökur - 01.04.1914, Blaðsíða 16
88
NYJAR KVÖLDVÖKUR
þekst frá elztu tímum, og það með villiþjóð-
um. Stundum finst það í smákrjstöllum eins
og í hvítasykri er að sjá, stundum í molum eða
kornum, og stundum í stórum hnúðum, er
kallast nuggets. Oftast er eitthvað af silfri eða
öðrum málmum saman við það, þar á meðal
platína. Silfur er stundum lítið saman við það,
en stundum alt að þriðjungi, og er sú blanda
kölluð elektrum.
Eigi er hægt að vita til víss, hvað mikið
gull var unnið úr jörðu i fornöld, en líklegt
er að það hafi verið heldur lítið, þegar miðað
er við það sem nú gerist. Þó minkaði það
talsvert á miðöldunum, en fór að vaxa aftur
eftir að Ameríka fanst, og er talið að fyrstu
fimtíu árin hafi þar verið unnar úr jörðu um
19 miljónir króna á ári. Um lok 17. aldar var
það metið um 27 miljónir. Qullfundirnir miklu
í Brasilíu ál8. öldjukn gullfenginn svo, að ár-
in 1740—60 voru unnar um 56 miljónir, en
þegar þær námur tæmdust, lækkaði það aftur
og varð ekki meira en 27 miljónir árin 1810
til 1820. En þá var farið að vinna gullnámur
i Síberíu, og hækkaði þá svo, að árin 1841 —
50 voru unnar 135 milj. króna. Þá fundust
gullnámurnar miklu í Kalíforníu og Australíu,
og fór gullfengurinn svo stórvaxandi að 1853
fengust um 680 miljónir krónur. Svo lækkaði
það aftur ofan í 375 miljónir króna, og sat
við það að mestu óbreytt fram að 1888. Þá
var farið að vinna gullnámur í Suður-Afríku,
og hækkaði þá svo, að árið 1899 voru unnar
1150 miljónir króna. Síðan fundust auðugar
gullnámur við Yukon-fljótið í Klondyke og við
Kap Nome við Beringssundiö, og hefur gull-
fengurinn aukist ákaflega við það, Áður en
Búastríðið gaus upp 1899 var þar numið úr
jörðu um 276 milj. kr. virði af gulli, en eftir
að friður var á kominn og vinna komin í samt
lag aftur, hefur þar fengist enn meira úr jörðu.
Árið 1906 var þar grafið úr jörðu 400 milj.
króná virði, og var það talið fjórði hluti alls
þess gulls, sem þá var unnið um allan heim.
Aðalþungamiðja alls gullnáms á jörðu er
í fjórum löndum, Bandaríkjunum, Australíu,
Rússlandi og Suður-Afríku, því að í þeim er
unninn 4/s alls þess gulls sem fæst í heiminum.
Norðurálfuríkin hafa sáralítið af gullnámum að
segja; helzt er það til muna í Ungverjalandij;
í Kína eru og nokkrar gullnámur.
Meðalársframleiðsla af gulli í heiminum er
nú metin á síðustu árum um hálfa miljón kilo-
gramma, þegar öll gulllönd eru talin saman. En
gull það, sem unnið hefur verið úr jörðu nú
um 400 ár undanfarið, er talið að hafa verið
um 12 milj. 636 þús. kilogramma, eða sem
svarar 31730 milj. kr. virði; þó að það væri
alt til, nægði það ekki til að borga ríkisskuld-
ir Frakklands og Englands saman. Talið er að
árið 1S91 hafi verið til í heiminum 5s/s milj.
kilógr. af gulli, en 1800 miljónir króna hafi
verið á ferð manna á milli á verzlunarmarkaði
heimsins árið 1900.
Afarmikið fer af gulli til allskonar atvinnu-
greina; bæði nota það skartgripasmiðir, gull-
smiðir, úrsmiðir, gyllarar, gullbeitarar, glergerð-
armenn, gler- og postulínsmálarar, tannlæknar,
ljósmyndarar og margir fleiri. Er sagt að til
þessa alls fari árlega 112 þús. kilógr., en minna
gull fari til peningasláttar en áður var. Mikið
gull fer og forgörðum við smíðar og annað;
er það metið um 13 milj. kr. á ári hverju.
Pannig fer alveg forgörðum það gull, sem haft
er til galvansgyllingar, til Ijósmyndagerðar, í
tannfyllingar, til glergyllingar, og svo við
skipbrot.
Bandaríkin komust ekki í tölu gulllandanna
fyrri en 1848, því að þá fann offíséri nokkur,
Suttner að nafni, gull í Sakramentófljótinu. Kali-
fornía var lengi talið helzta gullsvæðið þar, en
síðar hafa fundist þar víðar auðugar námur,
bæði í Nevadafjöllum og víðar. Mikið fanst þar
og af silfri. Gull- og silíurfundir þessir hafa
haft ósegjanlega mikil áhrif á menningarfram-
farir og búnaðarframfarir landsins, einkum vest-
anvert. Par er hálent mjög, og jarðvegurinn
þur og ófrjór, og hefði því orðið erfitt um að
fá þau lönd numin og bygð, ef ekki hefði eitt-
hvað meira en lítið ginnandi verið í boði. En
það var gullið. Þegar fréttist að nóg gull væri