Nýjar kvöldvökur - 01.06.1925, Síða 8

Nýjar kvöldvökur - 01.06.1925, Síða 8
86 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. haganlega fyrirkomið og það eru bara sjervitr- ingar eins og þjer, sem nenna að vera að fetta fingur út í þess háttar smámuni.* »En ef herra Mc. Wliing hefði í raun og veru þótt mikið til bókarinnar koma vegna hennar sjálfrar þá — —« sagði jeg. >Og hvers vegna halchð þjer, að honum hafi ekki þótt það?* greip Lúcíó fram í. »Jeg fyrir miit leyíi held, sð liann sje bæði heiðar- legur og hreinskilinn maður og meini alt, sem hann segir og skrifar. Hann hefði rif.ð sundur ávísunina í smátætlur í heilagri varidlætingu og fleygt henni í mig aftur, ef hann hefði ekki álitið að bók yðar væri meðmælanna verð.« Að svo mæltu hallaði hann sjer aftur á bak í stólnum og h!ó svo að tárin komu fram í augun á honum. En, mjer var ekki hlátur í huga — jeg var of þreyttur og stúrinn til þess. Mjer Iá við örvæntingu — jeg fann, að sú von, sern hafði verið mjer til huggunar og hugsvölunar á tím- um neyðarinnar — vonin um að geta aflað mjer verulegrar frægður, sem er alt annað en orðrómur — jeg fann, að þessi von hafði orð- ið sjer til skammar. Veruleg frægð fæst hvorki fyrir peninga nje áhrif, og blaðamanna lofs- yrði geta ekki veitt neinum hana. Mavis Clare hafði öðlast hana og hún var þó aðeins að hafa ofan af fyrir sjer, en jeg, sjálfur miljónar- inn, hafði ekki getað það. Jeg hafði ætlað tnjer að kaupa hana, eins og einhver fábjáni. Nei! Enn átti jeg eftir að komast í skilning um það, að alt það sem best er, mikilvægast, göf- ugast, háleitast og eftirsóknarverðast í þessu lífi, það fæst ekki keypt. Gjafir guðanna ganga ekki kaupum og sölum. Eitthvað hálfum mánuði eftir að bók tnín kom út, fylgdi háttstandandi liðsforingi, sem var nákominn konungsættinni, okkur fjelögum til hirðarinnar. Rar var margt fallegt að sjá, en samt þótti mjer Rímanez bera af öllu. Jeg var næstum forviða á því, hve stórhöfðingleg- ur hann gat verið í hirðbúningi sínum, er var úr svörtu flaueli alsettu stálperlum. Mjer var það ekkert nýlt, að hann væri höfðinglegur ásýndum, en samt fanst mjer hann aldrei hafa verið jafn glæsilegur og við þeita tækifæri. Mjer hafði litist allvel á sjálfan mig, þegar jeg var kominn í spaiiíö’.in og alt þangað til jeg sá hann, en þá var hjegómaskap mínum nóg boðið og vissi jeg þá, að enn meira bar á glæsimensku hans, þegar jeg var til saman- burðar, en samt kendi jeg engrar öfundar — þvert á móti, og jeg Ijet hreinskilnislega ljósi við hann aðdáun mína. Hann virtist hafa gaman af því. »Þetta er ekkert annað en tildur — tildur og hjegómi, kæri vin. Lítið þjer á þennan,« sagði hann og dróg »hirðbrandinn« úr slíðrum. »Ressi sverðs- kuti er lil einkis nýtur og ekki annað en ímynd hinna gömlu riddaratíma. Ef einhver maður móðgaði yður eða einhvern kvenmann í þá daga, þá var sverðið strax á lofli og þjer rák- uð það tafarlaust í skrokkinn á viðkomandi honum til eftirminningar. En nú bera menn þessi leikföng sem sorglega minningu þess, að þá voru kjarkmeun uppi, en nú ekki annað en bleyður, sem ekki treysta sjálfum sjer til neins, en hóa bara í lögregluna, ef einhver stjakar við þeirra fánýtu persónum. En nú er okkur mál að fara, Geoffrey. Látum okkur lúta mann- legri veru, sem raunar er sköpuð í sömu mynd setn við og látum okkur mótmæla guði og dauðanum, sem gera sjer engan mannamun.« Við stigum nú í vagninn og ókum til St. James hallarinnar. sHans konunglega tign prinsinn af Wales er ekki alveg sama sem skapari himins og jarðar,« sagði Lúcíó alt í einu, þegar við vor- um næstum komnir að höllinni. »Hvernig þá? Hvað eigið þjer við?« spurði jeg hlægjandi. »Jeg á við það, að það er haft eins mikið við hann eða meira en skaparann. Honum er sýnd rniklu meiri lotning en skaparanum. Við erum ekki að fara í neinn sjerstikan búning, þó að við ætlurn að ganga fram fyrir guð og hirðurn ekki einu sinni um að vera hreinir í huga.«

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.