Nýjar kvöldvökur - 01.06.1925, Síða 10

Nýjar kvöldvökur - 01.06.1925, Síða 10
88 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. og leil forvitnisaugum á hinn glæsilega gest. Hann virtist jafnvel ætla að ávarpa Rímanez, þvert ofan í hinar stiöngu siðareglur, en svo áttaði hann sig, hneigði sig tignarlega, og að því búnu hjelt Lúcíó áfram og brosli lítið eitt. Jeg kom næstur honum og vakti auðvitað enga sjerstaka athygli. Samt heyrði jeg, að einhverjir fóru að pískra saman, nefndu nafnið »Geoffrey Tempestí og ennfremur »fimm miljónir* og hlustaði jeg á þetta með þeirri vanalegu dauð- ans fyrirlitningu, sem var að verða samgróin mjer, Innan skarnms komumst við út úr höll- inni og greip jeg handlegginn á Rímanez með- an við biðum eftir vagninum okkar niðri í garðinum. »Rjer vöktuð heldur en ekki athygli, Lúcíó!« sagði jeg. »A, fanst yður það?« sv.raði hann hlægj- andi. »En þjer eruð nú víst að slá mjer ein- hverja gullhamra, kæri vin.« »Nei alls ekki. Hvers vegna námuð þjer staðar fyrir framan ha'sætið?« »Bara að gamni mínu,« svaraði hann, »og líka til þess að gefa Hans konunglegu tign tækifæri til þess að muna eftir mjer og karmast við mig, þegar við sjáumst næst.« »En hann virtist kannast \ið yður. Hafið þið nokkurn tíma hist áður?« »Ojá, það held jeg nú — oft og mörgum sinnum,* svaraði hann. »En jeg heti aldrei fyr en nú sýnt mig opmberlega í St. James höll- inni. Hnðbúningur og hiiðsiðir breyta útliti flestra manna og jeg efast um — efast stórlega um, að prinsinn af Wales hafi í raun og veru þekt m:g í dag eins og jeg er, þó að hann þyki nú mannglöggur í besta lagi.« XVII. Pað var víst eitlhvað viku eða hálfum mán- uði eftir þetta, að hinum undarlegu fundum okkar Sibyl Elton, sem jeg nú skal segja frá, bar saman. Höfðu þeir samfundir okkar leið- inda áhrif á mig og hefðu átt að koma fyrir tnig vitinu, ef jeg hefði ekki verið altof blind- aður til þess að taka mark á neinum þeim fyrirboða, sem spáð gæti mjer misjöfnu. Kvöld eitt kom jeg til Eltons og gekk rakleiðis upp í salinn, eins og jeg nú var orðinn vanur, og þar h’tti jeg Díönu Chesney aleina og hágrát- andi. »Hvað gengur nú á?« spurði jeg kompán- lega, því að mjer geðjaðist einkar vel að þess- ari amerísku stúlku. »F*að hefði jeg síst haldið um yður, að þjer sætuð alein og grátandi. Er járnbrautarpabbi kominn á höfuðið?* »Ónei, ekki nú enn, það megið þjer reiða yður á,« svaraði hún og leit á mig grátbólgn- um augunum og jafnvel nú brá fyrir gletni í þeim. »Rað er engin hætta með auðinn, svo að jeg til viti, en við Sibyl höfum bara verið að »rifja upp ritningarnar* eða »gera upp« okkar á milli.« »Pið Sibyl?« »Já«, svaraði hún, stje fætinum á skemilinn og einblíndi á hann. »Pað er gestakvöld hjá frú Catsup í kvöid, skai jeg segja yður, og mjer er boðið þangað og S-byl lika. Ungfrú Charlotta kemst ekkert frá greifafrúnni, en jeg taldi víst, að Sibyl kæmi með mjer og spurði hana um það, en hún sva>-aði því engu fyr en hún koni ofan til miðdagsverðar. Pá spurði hún mig, hvenær jeg vildi fá vagninn. »Ætlið þjer ekki að koma með mjer?« spurði jeg aítur á móti og þá leit hún á mig þessum ögrunaraugum, sem þjer kannisi víst við — rjelt eins og hún ætlaði að gleypa mig með augunum — og svaraði: »Hjelduð þjer, að slíkt gæti komið til mála?« Pá rauk jeg upp og sagði, að auðvitað hefði jeg haldið, að slíkt gæti komið til mála — eða hvers vegna ekki? Hún leit þá aftur á mig þessum líka litlu augum og sagði: »Til frú Catsup — með yður?« Pjer skiljið það nú sjálfur, herra Tem- pest, að þetla var hrein og bein ókurteisi og meira en jeg gat þolað og þá slepti jeg mjer algerlega. (Framh.).

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.