Nýjar kvöldvökur - 01.07.1956, Síða 9

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1956, Síða 9
Nýjor kvöldvökur * Júlí—September 1956 * XLIX. ór, 3. hefti Gísli Jónsson: Frá Grími Thomsen og kveðskap hans Bessastaðir í tíð Gríms Thomsens. ÁRIÐ 1880 kom út í Reykjavík lítið ljóðakver eftir Grím Thomsen, og var það fyrsta bók hans. Gerð- ust fáir til að geta hennar að nokkru, en þeir, sem það gerðu, fóru um hana hraklegum orðurn, og voru þar fremstir í flokki Eirík- ur Magnússon í Cambridge og Jón Ólafsson ritstjóri og skáld. Nokkru mun þó hér hafa ráðið persónuleg ó- vild, og svo langt gekk Jón Ólafsson í árásum sín- um á Grím, að hann birti í blaði sínu, Skuld, eftirfarandi klausu í ramma: Slys- för. Dr. Grímur Thomsen, skáld og bóndi á Bessastöðum, datt ofan um ís á tjörn á Sel- tjarnarnesi og drukknaði ekki. „íslands ó- hamingju verður allt að vopni.“ En þessir menn voru ekki einir um að meta lítils kveðskap Bessastaðabóndans. í Isafold 22. sept. 1894 er Gríms að engu getið, þegar helztu skáld þjóðarinnar eru upp talin, og Símon Bjarnarson Dalaskáld segir í 2. mansöng rímna af Búa Andríðs- syni: Lítt sem rómar þegna þjóð, þessum nú á dögum, Grímur Tomsen yrkir óð undir fornum lögum. Allt þetta sýnir það, sem raunar er kunn- ugt, að skáldskapur Gríms Thomsens naut ekki mikillar samtímahylli. í ísafoldar- greininni, sem er skrifuð 2 ámm fyrir dauða hans, er hans, sem áður segir, að engu getið. Simon nefnir hann að vísu, enda telur hann í mansöngvum rímna sinna hvert skáld og hvern hagyrðing, sem honum er kunnugt um. En Grímur hlýtur þann eina dóm, að þjóðin rómi lítið ljóð hans, og má ætla, að hann túlki þar almenningsálitið íéttilega. Um nær alla aðra er Símon hrós- niáll, og má láta fljóta með til samanburðar

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.