Nýjar kvöldvökur - 01.07.1956, Qupperneq 48
128
PITCAIRN-EYJAN
N. Kv,
eftir að það var dáið getið þér hugsað yður
hvernig ástandið hefur verið. Nú sá hann
Minarii koma skríðandi með langan hníf í
hendinni. Eg var miklu þreknari og hélt að
ég væri margfelt sterkari en hann, samt sem
áður átti ég fullt í fangi með að halda hon-
um er æðisköstin gripu hann, og veinin,
sem hann rak upp, voru ekki lík hljóðum í
manni. Einu sinni losnaði hann og barði
höfðinu í vegginn, svo að honum lá við roti.
Þá notaði ég tækifærið til þess að koma
honum í rúmið, og þar hélt ég honum, þar
til dagur rann.
Hann fékk áköf krampaköst, og ef þér
liafið nokkurn tíma séð mann í slíku á-
slandi, þá munið þér geta skilið hvað ég
varð að reyna.
Þegar tók að birta dró mátt úr honum,
og ég varð þess var, að hann féll í ómegin.
Eg var gersamlega uppgefinn. Það var tæp-
ast, að ég gæti dregizt yfir að borðinu og
setzt þar. Mig sótti ákafur svefn, svo að ég
Iagðist fram á borðið og vissi ekki af mér,
fyrr en ég vaknaði við það, að einhver rak
upp hræðsluóp. Áður en ég gat áttað mig,
var Mc Coy kominn út um dyrnar og á leið
niður stiginn til húss Christians.
Ég fór á eftir honum, en ég er ekki fall-
inn til hlaupa, og ennfremur var stígurinn
blautur eftir rigninguna. Ég datt hvað eftir
annað, og loks er ég komst að húsi Christi-
ans, var Mc Coy á harðahlaupum í áttina
til strandarinnar. Ég hrópaði til hans.
— Will, komdu hingað! Hann leit ekki einu
sinni við, en hljóp áfram og hvarf að lok-
um.
Sjógangurinn var ennþá meiri en daginn
áður. Þegar ég kom fram á klettabrúnina
og leit niður fyrir, sá ég á eftir Mc Coy,
þar sem hann hrapaði niður hengiflugið.
Ég sá hann hverfa niður í öldurótið, síðan
sá ég honum skjóta snöggvast upp aftur, en
svo hvarf hann mér alveg. Ég liorfði lengi
niður í sjávarlöðrið, en sá ekki meir til
hans.
Tuttugasti kafli.
Næsta dag fann ég lík hans. Því hafði
skolað á land vestan til við hús herra Christ-
ian. Það var svo lemstrað, að varla var
hægt að trúa því, að það væri af manni. Þér
getið gert yður í hugarlund hvernig mér var
innanbrjósts, er ég tók það upp og bar það
upp úr fjörunni. Síðan gróf ég líkið í litlu
dalverpi, spölkorn frá þeim stað, þar sem
því hafði skolað á land.
Að því loknu fór ég þangað, sem við
geymdum vínbirgðir okkar. Það var í
þröngri gjá ekki langt frá húsi Mc Coy. Ég
tæmdi tvær tunnur, er voru fullar af spíri-
tus, síðan barut ég í þúsund mola allar þær
flöskur, sem við höfðuin fyllt af víni. Því
næst hraðaði ég mér þangað, sem bruggun-
artækin voru geymd. Ég greip þau, hljóp
fram á bjargbrúnina og fleygði þeim fram
af. Þegar ég sá þau hverfa í hafið, hrópaði
ég: Guði sé lof, nú er allt búið.
Þegar ég hafði grafið Mc Coy fannst mér,
að ég mundi geta sofið í heila viku sam-
fleytt, en kom mér ekki að því að fara inn
í hús herra Christians, eða neitt af hinum
húsunum. Ég fór þangað, sem hús blökku-
mannanna stóðu. Þau höfðu verið reist í
fallegu rjóðri við stíginn, sem lá niður að
Bountyflóanum. Mörgum kvöldum hafði ég
eytt í þessum húsum áður en samkomulag-
ið spilltist milli okkar. Mér var hlýtt til
blökkumannanna, einkum Minarii og Teta-
hiti. Það mátti leita lengi, án þess að finna
betri menn en þá, hvort sem væri meðal
hvítra manna eða dökkra. Ég var með þeim
(Framhald.)