Trú - 01.08.1905, Blaðsíða 3

Trú - 01.08.1905, Blaðsíða 3
T R Ú . 43 en að einn af þessum strengjum rennur beint niður til mín, svo eg fékk góða handfestu á honum, og Jesús Kristur sjálf- ur dró mig upp frá þessari voðalegu hættu, og setur mig á það eilífa bjarg, þar sem hann er sjálfur". En hvað voru þessir rauðu strengir ? Ekkert annað en blóð Jesú Krists, sem úthelt var á Golgata, og er fórnfæring fyrir okkar syndir, ef við að eins viðurkennum, að hann sé máttugur til þess að frelsa okkur frá allri synd og halda okk- ur flekklausum, þar til hann kemur að taka okkur heim. Smásögur ýmislegs efnis. i. „Jefr (ló fyrir I>ig“. Þegar gullsóttin mikla geisaði yfir heiminn um miðbik 19. aldarinnar, þá var það, að maður nokkur fór frá Englandi til Kaliforníu til að leita að gulli. Eftir eitt ár var hann bú- inn að innvinna sér svo mikið, að hann sendi heim peninga til konu sinnar, svo að hún gæti komizt þangað vestur með þeirra eina barn. Utflutningsskipið brunaði með þau yfir hið stóra Atlants- haf. En dag einn laust upp ópi miklu um alltskipið: „Eld- url Eldurl" Alt var gert sem hugsast gat til að reyna að slökkva eldinn, en árangurslaust, því hann læsti sig um allt skipið með ógurlegum hraða. Bátarnir voru settir út og fylltust þeir jafnskjótt af fólki, svo að lá við að þeir mundu sökkva. Þegar seinasti báturinn var settur á flot, stóð þessi kona með einkabarn sitt á þilfarinu, og bað um að mega fara niður í bátinn með drenginn sinn. En bátsformaðurinn sagði að ekki væri til að tala um, að fleirum en einum væri bætt við. Öll tár konunnar og þrábeiðni voru árangurslaus. Hvað gerði nú móðirin ? Hljóp hún sjálf í bátinn til að forða lifi sínu, en lét barn sitt standa eftir í dauðans greip- um? Nei I hún kysti drenginn sinn, um leið og hún rétti hann niður í bátinn og rnælti við hann: „Ef Guði þóknast að lofa þér að sjá föður þinn lifandi, þá segðu honum að eg hafi dáið fyrir þig“.

x

Trú

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Trú
https://timarit.is/publication/514

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.