Trú - 01.08.1905, Blaðsíða 7

Trú - 01.08.1905, Blaðsíða 7
T R Ú . 47 Kar, sem hafcii heyrt alt saman, sneri sér til félaga sinna og sagði: „Eg vil reyna að tilbiðja þennan Guð um leið og eg tilbið mína gömlu Guði, og lifa eins og hann vill að eg lifi". Sotoh og Nyx hristu höfuðin um leið og þeir neituðu og sögðu: „Nei, neil" Svo sagði Sotoh: „Eg vil ekki halda af þeim Guði, sem gerir mér ilt, og það sögðu þessir trúboðar, að hann mundi gera, e( við óhlýðnuðumst honum, og þeir sögðu líka, að við mættum ekki heldur ljúga eða hafa af okkar náunga. Nei, eg get ekki lofað neinu". Og Nyx sagði líka það sama. En Kar ásetti sér fastlega að þjóna þessum eina Guði. Það var eitthvað svo indælt í þess- ari sögu um krossinn, sem hafði taiað til drengsins heiðnu sálar. En honum fanst það svo óvanalegt og jafnvel hlægi- legt, þegar hann í fyrsta skifti féll á kné til þess að tilbiðja þann, sem hann gat ekki séð. En hann gerði bara eins og hann hafði séð þessa ókunnugu trúboða gera; hann lokaði augunum, og svo bað hann þennan stóra og ósýnilega Guð, að fyrirgefa sér og hjálpa sér til að lifa hreinu og betra lífi, en hann hafði nokkru sinni áður.lifað. En undir eins og trúboðarnir fóru til annars bæjar fór honum að leiðast það, að hann hafði ekki fengið djörfung til að geta spurt þá áður, því nú var það svo margt, sem honum fanst hann þurfa að spyrja þá um. Nú liðu 6—7 ár, og Kar var enn þá ungur maður. Hann hafði haldið loforð sitt og þjónað hinum eina sanna Guði trúlega. En fólkið kallaði hann einfaldan og hálfgalinn, því að hann hafði hvorki logið, svikið eða stolið, og var svo fjarska góður, bæði við menn og allar skepnur. Hann lang- aði oftlega til að vita meira um þennan eina sanna Guð, og óskaði að hann gæti mætt einhverjum af þessum pílagrímum aftur. En alstaðar þar sem hann kom, og hvefn ókunnugan sem hann hitti, spurði hann um þennan stóra Guð, en enginn gat sagt honum neitt um hann. Fólkið sagði: „Við höfum aldrei heyrt getið um hinn mikla Guð, og heldur ekki fundið neina ókunnuga hvíta menn, sem sungu glaða söngva". Svona svör fékk hann oftast. Og ef Kar hefði átt að spyrja allar þessar spurningar í einu, hefði hann mátt endurtaka það þúsund sinnum. Því svo oft var hann búinn að spyrja. (Framh.).

x

Trú

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Trú
https://timarit.is/publication/514

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.