Trú - 01.10.1905, Page 1

Trú - 01.10.1905, Page 1
MÁN AÐARRIT UM KRISTILEGAN SANNLEIKA OG TRÚARLÍF. II. ár. IteykjaTÍk, október 1905. Nr. 8. Gleðilegar fréttir frá útlöndum. (Niðurl.). Hvað er þetta, er fólkið ekki alt kristið, og er það ekki einn trúarflokkurf Jú, einn trúarflokkur á það að vera, — og það segist altsaman vera lúterskt. En hvort það er kristið eins og við köllum, því vil eg svara þannig: að minsta kosti ekki alt. En hvernig stendur á þvíf Eru ekki kennifeðurnir vel frelsaðir og vel blessaðir af Drottni, eins og t. d. í þeirn löndum, þar sem þetta mikla líf og fjör er. Jú, eitt er það víst, að fæstir af þeim vilja viðurkenna það, að þeir geti losnað svo við sína synd, að þeir elcki syndgi þá óafvitanlega, ef ekki vitanlega. Nú, það er skrítið. Muna þeir ekki hvað stendur í St. Páls pistli til Rómverja 6. kap., i.—14. v. „Hvað eigum vér þá að segjaf Eigum vér að liggja í syndinni, svo náðin yfirgnæfif Fjarri sé það. Vér, sem er- um dauðir syndinni, hvernig skyldum vér framar lifa í hennif Eða vitið þér ekki, að vér, svo margir sem skírðir erum til Jesú Krists, erum skírðir til hansdauðaf Vér erum því greftr- aðir með honum fyrir skírnina til dauðans, svo að eins og Kristur uppreis frá dauðum fyrir dýrð föðursins, svo eigum vér einnig að ganga í endurnýjungu lífsins. Því séum vér orðnir samgrónir líkingu dauða hans, munum vér einnig verða samgrónir (líkingu) upprisu hans. Þvi að vér vitum þetta, að vor gamli maður er með honum krossfestur, svo að líkami syndarinnar eyddist, og vér þjónum ekki syndinni framar. Því sá sem dauður er, hann er réttlættur frá syndinni. En ef ver erum dauðir með Kristó, þá trúum vér því, að vér munurn einnig með honum lifa, vitandi það, að Kristur,

x

Trú

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Trú
https://timarit.is/publication/514

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.