Trú - 01.10.1905, Síða 3
T R Ú .
59
víst hægt að telja þá, ef þeir eru nokkrir. Eg skal segja
þér dálítið um það, sem eg hef séð og heyrt afþeim, enþað
vil eg taka fram, að það eru ekki allir, sem drekka og hafa
blá og bólgin augu. En suma hef eg talað við, og af þeirra
samtali hafa þeir ekki verið of sterkir, í þeirri merkingu að
skilja, hvað endurfæðing þýði í orðsins fylstu merkingu. En
cg tala þá ekki um tóbak, því eg held að þeir haldi að það
sé ekki nein synd að brúka það, því eg hef mætt þeim
reykjandi úti á götum bæjarins. Nei, er það mögulegt, gera
þeir það? Muna þeir ekki hvað stendur í Guðs orði: „Saurg-
ið ekki Guðs musteri", og þetta musteri eru þeir sjálfir. Nú
skal mig ekki furða þó að ísland sé svo kalt, það mun vera
of norðarlega, það lætur nfl. ekki þann heilaga ráða og ríkja
í hjörtum sínum, eins kröftuglega og hann vill sjalfur. Þetta
er það sem að er. ísland er þiðnað að nokkru leyti, en
klakinn stendur ennþá of djúpt. Já, það sem nú þarf með,
er það, að Guð sendi sinn heilaga anda og eld af himni til
þess að bræða allan klaka og kulda, því við sjáum t. d., að
þegar að járnsmiðurinn vill búa eitthvað til úr járninu sínu,
þá hitar hann það fyrst, og svo getur hann beygt það og
sveigt eins og hann vill.
Og svona mun það vera fyrir Guði, að þegar hann er
búinn að fá leyfi til að mýkja svo manneskjuna, að hann
geti fengið leyfi til að beygja hana og sveigja eftir þörfum,
þá myndi hún hafa annað líf en hún hefur. Látum okkur
nú biðja Guð fyrir stjórn okkar og þeim, sem eiga að gæta
lamba hans, eins og Drottinn sjálfur sagt hefir til sinna post-
ula: „Gæt þú lamba minna", því ef þeir sjálfir eru ekki vak-
andi þegar hann kemur, munu þeir fyrirfarast eins og hinir.
Og látum oss þá biðja, að Drottinn Jesús Kristur sendi þá
heilags anda öldu yfir ísland, svo það geti reglulega þiðnað
fyrir alvöru, og hann geti brúkað það eftir sinni vild. Já,
megi því nú prestar og prédikarar og hverra helzt trúboðs-
flokkar sem hér eru á íslandi, biðja Guð að hjálpa því, áður
en það er eilíflega of seint.
m