Trú - 01.01.1906, Blaðsíða 2

Trú - 01.01.1906, Blaðsíða 2
82 T R Ú . Kærleikur guðs í Kristi. Sendibréf frá gamalli komi íil kunningjakonu kennar. Eg er svo óumræðilega glöð, kæra vinkona, yfir einu atviki, sem fyrir mig kom núna fyrir skemstu. Eg fór kynnis- för í átthaga mína fyrir austan, þar sem eg er borin og barnfædd, og voru þá liðin 50 ár síðan eg fór þaðan. Eg fór til kirkju, meðan eg dvaldi þar. Presturinn þar er hniginn á efra aldur og ekkert kannaðist hann við mig nú. Hann prédikaði út af kœrleika Guðs í Kristi. Eg tók nú ekkert sérstaklega eftir því fyrst, en svo kom það fyrir í ræðunni, sem kom mér til að taka eftir. Hann sagði sögu af konu einni þar í söfnuðinum, er hann hefði þekt á yngri árum sínum. Hún fóreinu sinni um vetur til fundar við bróð- ur sinn og hafði þá með sér dóttur sína barnunga og bar hana á handleggnum. En af því henni sóttist seint leiðin, þa dró upp ský og fór að snjóa, og eftir litla stund var kominn ófær norðanbylur. Veslings konan sá, áð hún myndi ekki na til bæjar bróður síns, en barninu sínu vildi hún bjarga hvað sem henni sjalfri liði. Hún tók af sér sjalið og vafði um dóttur sína, klútinn af hálsi sér og fleira og fleira. Veðr- ið harðnaði alt af meira og meira; bar hana þá að stórum steini og þar lét hún fyrirberast í skjóli steinsins. Morguninn eftir var himininn aftur hciður og blár. Bróð- ur hennar varð gengið þann sama morgun skamt frá bænum, einmitt að steininum, og þar fann hann systur sína helfrosna og halfnakta, en dóttirin hennar litla var svo heit og hlý innan í reyfunum hennar mömmu sinnar. Bróðir hennar komst ákaflega við af þessu, sérstaklega þessu átakanlega merki móðurelskunnar. Nú spurði prestur: Haldið þér nú, kæru vinir, að hjarta þeirrar konu sé ekki steininum harðara, ef hún veit, hvað móðir hennar hefir gert fyrir hana, og metur það sama sem að engu ? Er því ekki líkt varið um þann, sem ekki kannast við kærleika Guðs í Kristi, sem gaf sig sjálfan út fyrir oss, gaf Oss réttlætisskrúðann sinn, svo vér mættum lifa? Eg get ekki lýst fyrir yður tilfinningum mínum, þegar eg heyrði þessa sögu. Eg mintist þess, að þetta var móðir

x

Trú

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Trú
https://timarit.is/publication/514

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.