Trú - 01.01.1906, Síða 8

Trú - 01.01.1906, Síða 8
88 T R U. Draumur ■ Fyrir nokkrum árum var hér staddur Einar Jochumsson, bróðir mannsins míns, Eggerts, og las upp fyrir okkur hjón- unum part úr fyrirlestri, er hann var þá að taka saman og skrifa og nefndi í honutn heilaga ritningu, er hann kallaði „ruslakistu". Nafn þetta féll mér mjög leiðinlega í geð, og get eg ekki slept því úr huga ntér. En nóttina 14. jan. 1903 dreymdi mig svohljóðandi draum: Mér þótti Einar Jochum- son vera staddur hérna í húsi okkar uppi á loftinu. Þá þótti mér maður koma í alhvítum klæðum upp a loftið mcð kassa á sfærð við meðallagi stóran ferðakistil. A lokið voru letruð orðin: „Ritning, ruslakista 1 ‘‘ Kistuna eða kassann bar hann mjög léttilega í hægri hendinni og hélt í hring eða hanka upp úr lokinu, Maðurínn var fríður og blíðlegur á svipinn. Hann tók þannig til máls. „Skoðaðu nú hvað er í rusla- kistunni, Einar!" — Maðurinn benti mér að koma líka, og fór eg og staðnæmdist við hlið hans til að vera sjónarvottur að því, sem í kassanum væri, eins og mér virtist hann ætl- ast til. Þá réttir hann að Einari lykil og segir honum að opna kassann. Einar tók við lyklinum þegjandi og lýkur upp. Þá er innan í lokið skrifað þetta: „Rannsakið ritningarnar". Maðurinn sagði Einari, að kassinn væri með 3 hólfum, þ. e. skift í tvo hluti að ofan um þvert, og leynihólf undan hin- um tveimur. Yfir því hólfi, er hann sagði Einari að opna fyrst, var svart' klæði, og undir því snjóhvítt klæði. Þegar hvíta klæðið var tekið burtu, var ljómandi bjart að sjá ofan i hólfið, sem alt var logagylt að innan. I hólfinu var blóm- krans úr skýra gulli, er nær því náði upp að börmum, Og innan í blómhring þessum var stórt „nista" úr skíru gulli og var letrað á það með hvítu letri tvö orð, sem mér í fyrstu fanst eg ekki glögt geta lesið, en þegar eg hafði litið til mannsins, sem hjá mér stóð, gat eg vel lesið þau. „Eilífur veldissproti" voru þessi orð. (Framh.). Prentuð í prentsmiðju Þjóðólfs 1905,

x

Trú

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Trú
https://timarit.is/publication/514

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.