Trú - 01.01.1906, Qupperneq 3
T R Ú .
83
mín, sem hann sagði frá og eg var dóttirin, sem hún bjarg-
aði með lifi sínu.
Eg er nú kona á sextugs aldri. Hvorki ást nióður
minnar né kærleiki guðs í Kristi hafði snortið mig fyrri, en
nú tók það rnig fastatökum, Eg trúði a guð og treysti á
kærleika hans alment, en kærleika guðs, opinberaðan í Kristi,
hafði ég aldrei séð fyr. Eg hélt að það væri nóg, að reyna
að halda lögmal Drottins og svo niyndi hann bæta yfir það
sem a brysti; en ekki fanst mér það allt af duga, og þa var
eg óróleg og sagði við sjalfa mig: „En ef þessi sáluhjálpar-
vegur minn er ekki réttui ?“
Nú opnuðust augu mín og eg sa, að hann var ekki rétt-
ur. Nú skildi eg fyrst, eins c>g Kristur sc-gir: „Enginn þekk-
ir föðurinn nema sonurinn og sá. sem sonurinn vill það aug-
lýsa“. Sá sem fyrirlitur mig, fyrir'iítur þann, semmigsendi;
enginn kemur til föðursins nema fyrir mig“.
Eg sá, að Jesús og enginn annar en hami er vegurinn —
rétti sáluhjálparvegurinn, fórnardauði hans og ekkert annað
veitir oss eilífa lífið fyrir trúna a hann.
Þetta er nú fagnaðarefnið mitt, kæra vinkona, og það
er hún móðir mín, sem hefir tvívegis bjargað lífi mínu, mínu
líkamlega lífi í fyrra skiftið, en mínu andlega lifi í síðara
skiftið. Það verður nú kærasta umhugsunarefnið mitt, það
sem eftir kann að vera æfi minnar. Nú er eg ekki lengur
óróleg, þvi eg veit, að eg hefi fundið rétta veginn.
Hver veit m-rna þetta atvik, sem opnaði á mér augun
og gladdi mig himneskri gleði, geti líka orðið til að opna
augu margra annara, sem ekki hafa enn fundið rétta veginn.
Með virðingu og elsku, yðar
M. Sieiusdottir.
Hvað mundi það kosta.
Það lítur ekki út fyrir, að sumir bæjarbúar hafi reiknað
út, hvað það rnundi geta kostað þá, ef Drottinn skyldi bæn-
heyra þá, sem höfðu tekið í strenginn með að biðja hann
að senda heilags anda öldu yfir ísland, eins og komizt var