Trú - 01.01.1906, Blaðsíða 5
T R U .
85
ástæður hjá honum. En það sorglegasta af því öllu var,
þegar við komum til séra Fr. Fr. Jú, hann vildi gjarnan að
þetta fyrirtæki heppnaðist, en hann vildi ekki gefa sitt já-
yrði til, að allir trúarflokkarnir fengju leyfi til að taka þátt í
samkomunum í Melsteðshúsi. Nei, það voru að eins þeir af
þeim lúthersku, sem honum þótti þar til hæfir. Hér vantaði
bróðurkærleikann og einingarbandið, sem Drottinn vill, að við
skulum hafa hver til annars. En svo seint um síðir lézt
hann vilja vera ineð, en hann sagðist ekki hafa tíma til þess,
því að liann þyrfti að undirbúa sig til að tala á afmælisfundi,
sem átti að vera hjá honum það kvöld. Og svo skildu þeir
við svo búið; nema hvað maðurinn fann, að það var ekki sa
rétti samvinnuandi í honum, eins og Drottinn vill að sé t
hans útvöldu.
Nú byrjaði þessi fundur, og gekk fremur vel, þótt sum-
ir væru nokkuð hræddir um, að það væri ekki eins heppi-
legt, að allir þessir trúarflokkar ynnu til sanians. En
svo kom það fyrir, að ómögulegt væri að fá nógu stóran sal
í Reykjavík, þar sem allir gætu unnið saman. Svo konnv
þeir sér saman um, að þeir gætu verið hver á sínum stað,
sem hefðu hús til þess, og svo var ákveðið, að það yrði-
haft í þessum þremur stöðum: Betel, Melsteðshúsi og Her-
kastalanum. En áður en fundi var slitið, var kosin átta
manna nefnd, sem sKyldi koma saman næsta dag hjá hr.
cand. theol. Sigurbirni Á Gíslasyni, sem var einn af nefnd-
armönnum. Og eftir það var fundi slitið með söng og
bænaávarpi til Drottins.
Næsta dag mættu allir, sem í nefndinni voru, nema einn,
og þar með sú aðvörun, að tveir af trúarbræðrunum fengju
ekki leyfi til að tala i Melsteðshúsi. Svo nú er brotinn fyrsti
hlekkurinn í þessu einingarbandi, sem átti að vera. Og það
var sorglegast, að séra Fr. Fr. skyldi vera orsök í því. Eiv
nú var samt ekki hætt við svo búið, heldur var haldið á-
fram í Drottins nafni, svo að þetta sár mætti gróa, því þeir
sáu, þótt þetta væri bannað, þá hafði Drottinn samt nóg
handa þeim að gera, þar sem hin tvö húsin voru opin fyrir
öllum; og það ráð var tekið, að þessir allir 7 til samans ættu
að minsta kosti að vera í einum bænaranda, en svo var
komið sér saman um, að þeir létu búa til auglýsingar, sém