Trú - 01.01.1906, Page 6
86
T R Ú .
tilkyntu á hvaða tíma samkomurnar yrðu haldnar í þessum
þremur húsum. En nú kom sú spurning, hvort 7 eða 3 ættu
að skrifa undir; en af því að einn var farinn, þá var það af
ráðið, að þrir skyldu skrifa nöfn sín undir. Svo skrifuðu
þessir: cand. theol. Sigurbjörn Á. Gíslason, David Östlund
adventistatrúboði og adjudant J. Petersen frá Hjálpræðishern-
um. Svo var fundi slitið.
Nú gekk alt vel. Samkomurnar byrjuðu á réttum tíma
þann 7. jan. 1906, á þessum þremur fyrnefndu stöðum, og
blessaði Drottinn þær dásamlega; því þegar spurt var um,
hvort nokkrir vildu gefa til kynna, að þeir vildu gefa sig
Drottni algerlega, þa voru það ótrúlega margir, sem gáfu sig
fram. — Þetta var í Betel. — Hina staðina veit maður ekki
eins vel um; en samt komu einhverjir fram í Hjálpiæðis-
hernum. Svo kom næsti dagur, og var þá enn nteira af
fólki, svo salirnir yrðu þess fyllri. Ræðumaður sá, er stýrði
samkomunni í Melsteðshúsi, skoraði á prestana, að þeir opn-
uðu kirkjur sínar, og tóku sumir vel í það. Og daginn eftir
frétti maður það, að samkomur ættu að verða í dómkirkj-
unni, en ekki í Melsteðshúsi. En fríkirkjupresturinn lét ekki
til sfn heyra. Nú kom upp annað verra, og það var. að þeir
í Melsteðshúsi drógu auglý'ingar sfnar út af listanum, og hofðu
þær út af fyrir sig, svo nú fór annar hlekkurinn að svigna f
einingarbandinu. En fyrir þá skuld, að dómkirkjan var opnuð,
hættu sumir við að koma og tala í Betel þau kvöld, er þeir
höfðu lofað, svo nú kom 'tærra skarð í einingarhlekkinn En
Drottinn, sem er græðari alla meina, gaf hinum enn meira
hugrekki og djörfung til að halda afram, og í Drottins heil-
aga nafni var það gert. Árangurinn af því, að hafa flutt í
■dómkirkjuna varð ekki eins mikill. og þeir máske hefðu bú-
izt við, því hún var ekki upp á það bezta sótt neitt af þeim
kvöldum, sem samkomurnar voru hafðar þar. Og eitt er
vfst, að faar voru þær salir, sem höfðu opinberlega gefið sig
fram þar. Aftur á móti hafði Hjalpræðisherinn heldur vel
sóttar sínar samkomur, og svo höfðu þeir beðið með þó
nokkuð .mörgum salum. En í Betel var næstum alt af hús-
fyllir, og alt af bættust fleiri og fleiri við, sem vildu byrja að
lifa nýju lífi. Sumir af þessum komu algerlega fram, og hafa
vitnað um sitt dýrmæta frelsi, en sumir eru enn ekki alger-