Trú - 01.01.1906, Síða 7

Trú - 01.01.1906, Síða 7
T R Ú . 87 lega komnir út úr myrkrinu inn í það skæra ljós Drottins. En svo lengi sem þetta fólk beldur áfram að leita eftir þessu fullkomna hnossi, þá trúum við, að það muni finna það fyrir Drottins náð og miskunsemi. Lof og dýrð sé honum fyrir þetta alt saman um aldir og eilífð. Sagan af Margréti píslarvott. Eftir það vor herra og endurlausnari Jesús Kristur hafðí til himins uppstigið, sendi hann sinn postula í heiminn að' kenna sáluhjalplegan lærdóm. Tóku þá margir kristni og trúðu bæði konur og karlar. En trúin var þó veik. Og'marg- ir voru henni andstæðir. Sá maður er nefndur, er Teódemus hét. Hann hefir skrað sögu þessa. Það segja margir sögu- skrifarar, að hann hafi trúað á Guð föður Son og Heilagan anda, þar með sannorður og réttvís. Hann segist alt þetta satt tala, því hann vissi vel, að hin hugrakka mey barðist trúar- innar góðu barattu og sigraði djöfulinn, sem freistaði hennar í myrkrastofunni Margrét var dóttir þess manns, sem Teó- dísiushét; hann var heiðinn og blótaði, auðugur að fé. Mar- grét var ung að aldri, er hún hneigðist til kristinnar trúar, og vildi ekki tilbiðja dauð og blind goð. Hún fyltist heilögum anda og elskunni til Guðs, er hún heyrði, að þeir liðu píslar- vættisdauða, og þegar móðir hennar dó, þá fól hún sig Guði á hendur, því faðir hennar unni henni lítt. Faðir hennar setti hana til fósturs hjá konu nokkui ri, skamt fráborginni Antiósía, þar setti Páll postuli stól sinn þann dag, sem dagur Drottins er haldinn um vetur. En Margrét geymdi sauða fóstru sinn- ar með fóstursystrum sínum, þá var hún 15 vetra. Jarl sá réði fyrir Risalandi, er Ólibrius hét. Hann fór með her sinn af Risalandi til Antiósiborgar þess erindis, að ncyða kristið fólk til að kasta trú sinni. Lét hann pína þá alla, er eigi vildu afneita Jesú Kristi, en dýrka goð hans Og dag einn sau þeir mey fagra, er gætti sauða. Jarlinum rann hug- ur til meýjarinnar og mælti til manna sinna: „Farið og fær- ið til mín meyna hina fögru, eg mun gera hana að drotningu í ríki mínu, sé hún frjáls, en frilla mín skal hún verða, sé hún ófrjáls, því að hún er vænni en flestar konur aðrar“. (Framh.).

x

Trú

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Trú
https://timarit.is/publication/514

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.