Vetrarblaðið - 04.11.1916, Síða 3

Vetrarblaðið  - 04.11.1916, Síða 3
VetrarblaðiÖ Útgefanöi: íþróttafélag Reykjavíkur i. ár Reykjavík 4. nóvember 1916 1. tbl. Á skíðum. Margir munu kannast við söguna um Arnljót gellini. Hann var ránsmaður og spellvirki og skíðamaður með af* brigðum. Einu sinni vísaði hann tveim- ur mönnum veg yflr fjöll. »Arnljótr réðst til ferðar með þeim. Steig hann á skíð ok váru þau bæði löng ok breið. Enn þegar Arnljótr laust við skíðageisl- anum, þá var hann þegar hvar fjarri þeim. Þá beið hann ok sagði at þeir mundu hvergi komast at svá búnu. Bað hann þá stíga á skíðin með sér; gerðu þeir svá. Stóð Þóroddr nærri honum ok hélt sér tveim höndum undir belti Arnljóts, enn förunautur Þórodds hélt undir belti honum. Skreið Arnljótur svá hart sem hann væri lauss*. Flestir Noregskonungar þeir er vér höfum sögur af voru afbragðs skíðamenn. Sýnir það að skíðahlaup hefir ekki ein- göngu verið kotunga-íþrótt á þeim tímum, enda var því skip&ð á bekk með hinum göfugustu íþróttum þeirra tíma svo sem sundi og vígfimi. Skíðahlaup er líka einhver glæsilegasta íþrótt sem til er. Hér á landi eru skiðaferðir tíðkaðar nokkuð, en ekki sem íþrótt. Frá forn- öld hefir þessi íþrótt alt af verið ein- hversstaðar vakandi i Noregi. Sérstak- lega hafa Þelamerkurmenn verið orð- lagðir skiðamenn. Voru þeir allra raanna fimastir og glæsilegastir á skíðum. Nú er þessi iþrótt iðkuð um endilang- an Noreg og í hávegum höfð. Þar eiga allir skiði, ungir og gamlir, sælir og vesælir og þeir nota þau strax og fann- irnar koma. Hér á landi er þessu nokkuð annan veg farið. Hér sjást menn því nær aldrei á skiðum, þótt undarlegt sé, því eg hygg menn varla þurfa að kvarta undan snjóleysi, það mun frekar vera áhugaleysi og framtaksleysi um að kenna. Það hefir sýnt sig að menn oru fæstir mjög gleðivandir. Þeir eyða frístundum sínum frekar á auðvirðilegum skemt- unum eða við fávíst gaman en að renna sér á skíðum og fylla lungun af hreinu lifandi lofti. Þeir vita ekki hversu dýr- legt það er að vera daglangt í faðmi íslenzku náttúrunnar hvort sem hún er snædrifin eða sumarklædd. Maður finnur nýjan þrótt streyma um hverja taug. Maður gleðst yfir öllu sem fyrir augun ber eins og maður eigi alt landið. Fyrsta skilyrðið fyrir að geta iðkað þessa íþrótt er að eiga góð skiði. Menn ættu að reyna að fá sér sem bezt slcíði, bæði að efni og smíði, annars mun ekki skýrt frá þvi hér hvernig efni og lögun ætti að vera, því til þess er ekki rúm. Aftur á móti skal athugað hvernig bind- ingarnar ættu að vera. Bindingarnar geta fyrst kallast góðar ef maður getur haft algert vald á skíðinu án þess að bindingin þreyti fótinn eða hindri hreyf- ingar hans, Maður á að geta bundið skíðin fljótlega á sig og leyst af sér fljótlega. Það er einkanlega áriðandi að binding- arnar passi vel. Olin sem höfð er yfir tærnar á ekki að vera vlðari en svo að hún nemi við litlu tána og hælkappinn

x

Vetrarblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vetrarblaðið
https://timarit.is/publication/523

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.