Vetrarblaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Vetrarblaðið - 04.11.1916, Qupperneq 4

Vetrarblaðið  - 04.11.1916, Qupperneq 4
2 VETRARBLAÐIÐ á ekki að ná lengra en á miðjan hæl. Það eru notaðar margar tegundir af bind- ingum og fara þær að mestu eftir geð- þótta manna. Nú eru vanalega notaðir tveir stafir i skíðaferðum, eru þeir úr reyr eða öðru léttu efni og hafa spanskreyr-hringi á endum til þess að þeir stingist ekki of langt niður í snjóinn. Klæðnaðurinn þarf að vera léttur og hlýr. Ullarpeysur eru ágætar. Bux- urnar stuttar eða síðar eftir því sem menn vilja, en aðgæta verður að þær séu rúmar um knén. Séu buxnurnar stuttar er gott að nota legglinda eða legghlífai'. Stígvélin þurfa að vera vel rúm og ekki með þykkum sólum. Á fjallferðum er nauðsynlegt að vera í »stormfötum«. Ef færðin er góð og útbúnaður allur þá eru menn sjaldnast lengi að læra að standa á skíðunura svo vel fari. Það er einfalt og auðlært óg athugi menn aðferð þeirra sem æfðir eru þá munu þeir skjótt verða svo leiknir að skíðin verði þeim til ánægju. Það er eigi gott að skýra frá hvernig menn eiga að haga sér, en þó skulu settar hér nokkrar leið- beiningar. Á sléttlendi á að láta skíðin renna áfram án þess að lyfta þeim. Menn hallast dálítið áfram og beygja lítið eitt knén einkum það sem framar er, ura leið og þeir lyfta hælnum á aftara fæti og skjóta fremri fæti fram. Þegar farið er upp brattar brekkur verður vanalega að fara í skástigum. Þegar farið er niður brekkur eiga menn að standa þvi nær beinir, með fæturna saman og ann- an dálítið framar en hinn. Það er engi ástæða að hræðast þótt geyst fari og fyrst í stað mega menn ekki kippa sér upp við það þótt þeir missi fótanna. Það lagast alt með tímanum. Að geta staðið á skíðum niður bratta brekku eða geta Btokkið hátt og fallega er bæði gagnlegt og gaman en þeir sem vilja njóta skíðaiþróttarinnar í fullum mæli ættu ekki að binda sig við einn sérstakan blett heldur fara yfir fjöll og firnindi. Þá skilst, þeim fyrst hversu dýrlegt er að ferðast á skíðum á heið- skírum vetrardegi. Til þess að geta iðkað skíðaferðir þurfa menn hvorki mikinn né dýran útbúnað. Það þarf enga tilbúna skíðabraut. Ef færðin er góð er hið mesta fengið. Sé útbúnaðurinn að öllu svo fullkominn sem kostur er á, þá fer að vísu ekki hjá þvi að i hann þurfi að leggja nokkurt fé, en hafi menn ekki nema það sem þeir nauðsynlega þurfa, þá trúi eg ekki að nokkur maður reisi sér hurðarás um öxl þótt hann leggi fé í þann kostnað. Þess vegna ætti hverjum manni að vera kleift að iðka þessa glæsilegustu íþrótt allra íþrótta. Hver einasti Islendingur á að eiga skíði og iðka skíðahlaup. Foreldrarnir eiga að gefa börnum sínum skíði þegar þau eru orðin svo stálpuð að þau geta haft not af þeim. Þessi íþrótt á að verða þjóðaríþrótt íslendinga og stuðla að því að gera þjóðina fagra og hrausta. Um aö styrkja og heröa líkamann. Sumir eru að eðlisfari svo heilsugóðir, að þeir sýnast ekkert þurfa um heils- una að skeyta. Frá því þeir komust af höndunum runnu þeir upp sem fíflar í túni og varð aldrei misdægurt. Þó þeir syndgi seinna iðulega móti flestum heilsu- boðorðum, — þá helzt þeim það lengi uppi, því líkaminn er seigur fyrir og þolir mai’gt mótdrægt. Flestir eru hins- vegar svo gerðir, að þeir verða að fara gætilega með sig, til að spilla ekki heilsunni.

x

Vetrarblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vetrarblaðið
https://timarit.is/publication/523

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.