Vetrarblaðið - 04.11.1916, Síða 14

Vetrarblaðið  - 04.11.1916, Síða 14
8 VETRARBLAÐIÐ »Hvernig geta menn búist við að þjóð- in verði hraust og falleg meðan mæð- urnar skammast sin fyrir fóstrið« sagði einn merkismaður hérlendur. í lengstu lög reyna konurnar að leyna því að þær fara með barni, þeim finnst það einhver vanvirða. Hvílíkar öfgar! Þær gleyma því að þær bera heill þjóð- arinnar undir belti sér. Sú kona sem fóstrar hraust og falleg börn vinnur landinu meira gagn en tíu konur sem engin börn ala. Af niðjunum skal ættina kenna, og þjóð- ina af mæðrunum. Z. Um íþróttaskóla ritar Magnús Jónsson eand. jur. polit, í Ársrit hins ísl. fræðafélags í K.höfn. Vill hann að stofnaður verði skóli til þess að kenna mönnum ýmsar íþróttir. Á þar að kenna mönnum ókeypis og þar að auki leggja hverjum nemanda einhvern styrk til, svo færri kæmust að en vildu, með því móti væri hægt að velja efnilegustu mennina úr. »Nem- endur væri líklega best að velja um tvítugs aldur og sem víðast að af land- inu. Þeir gætu með því haft marga kunnáttu með sjálfir, hver kent öðrum ýmislegt, og þegar þeir væru búnir, mundu margir hverjir hverfa aftur til átthaganna og breiða út frá sér það sem þeir hefðu lært.« Ætlast hann til að skóli þessi komi að nokkru leyti í stað þegnskylduvinnunnar. Hann á að vera í þremur deildum. I fyrstu deild verkleg kensla, í annari og þriðju deild íþróttir. Skulu menn vera missiri í hverri deild og ætlast hann til að nem- endur verði færir til að kenna öðrum iþróttir að loknu námsskeiði. En þó gerir hann ekki ráð fyrir að þetta verði skóli fyrir íþróttakennara, heldur fyrir efnilega menn, »sem mundu breiða út frá sér það sem þeir hefðu lært«. Hann segir ennfremur: »Það er auðsætt að íþróttaskólinn yrði landssjóði harla kostnaðarlítill, svo mjög, að ekki er hafandi við að kasta á það krónu tali. Hins vegar er beint gagn auðsætt, ekki svo lítið, og óbeina gagnið þó miklu meira. Svo eg ekki endurtaki neitt sem að framan er greint, eða annað sem liggur alveg í augum uppi, skal loks bent á, að nú er hér í álfu svo að kalla hver sótraftur á sjó dreginn, stappað i hann stálinu og honum kend allskonar hermenska og fantaskapur. Þótt tildrögin til þessa séu all-óham- ingjuleg, og sem betur fer ekki alveg beint óviðkomandi okkur, er afleiðingin auðsæ, að nú og um langan aldur mun líkamlegt atgervi og öll karlmenska skipa æðra sæti en fyrr. Það væri okk- ur ekki holt að vera amlóðar og eftir- bátar annara í þessu efni. Við erum svo giftusamlega staddir, að við getum haft íþróttakensluna fyrir beint mark- mið, þar sem hún hjá öðrum þjóðum að eins er ein af hinum fáu, gleðilegu afleiðingum þeirra hörmunga sam ganga yfir.« Hugmynd þessi er góð og þess verð að henni sé gaumur gefinn, þótt benda mætti á atriði, sem betur mættu annan veg l’ara i þessu efni. Verður ef til vill vikið að þessu síðar hér í blaðinu. ísafoldarprentsmiðja — 1916

x

Vetrarblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vetrarblaðið
https://timarit.is/publication/523

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.