Skátinn - 01.01.1914, Blaðsíða 3

Skátinn - 01.01.1914, Blaðsíða 3
SKÁTINN 3 Baktaska, brún, hnept. Stafur. 4 fet. Eldaáhald. Búninga útvegar Skátafélagið. Frá 1. des. 1913 er S. F. R. skift í 3 sveitir. Sveitarstjórar eru: Sigurjón Pétursson, Helgi Jónasson og Ben. G. Waage. í hverri sveit mega vera 2 — 6 flokkar. Einkenni félagsins er gilt hnappa- gatsmerki með 3 oddum. Það er einnig sameiginlegt merki, alls skáta-sambandsins. Merkið kost- ar 25 aura og er upptækt hjá hvaða utanfélagsmanni sem er. Flokksforingjamerki kosta 42 aura en sveitarstójramerkið kostar kr. 2,80. Sérhver meðlimur félagsinsgeld- ur 10 aura á mánuði í samlags- sjóð. Annars ræður hver sveit sínum peningamálum. Skátar geta þdr einirorðið sem eru á milli 11 og 18 ára. Allar upplýsingar viðvíkjandi skátum og því setn þeim við- kemur geta menn fengið úr 'Scouting for Boys* eftir Baden Powell, eða úr »Spejderbogen« sem er þýðing á Scouting forBoys, (þessar bækur fást báðarígegnum bókaverslanir, hin fyrri 1 krónu og hin síðari kr. 1,50 Líka niá snúa sér til þessa blaðs. Utanáskrift er: SKÁTINN, Reykjavík. I. Myndavél, bœkur o. fl,, 5°/0 af þátttakendum fá verðlaun. Svarið spurningunum fyrir neð- an og vinnið verðlaunin, sem í boði eru. Hvað myndir þú gera ef I. -þú sæir hest, semhefðifælst, koma hlaupandi með vagn aftan í sér? II. - þú værir staddur í húsi þar sem alt í einu væri kallað upp: Eldur, eldur? III. - vatnspípa springi heima hjá þér? IV. - þú rækist á mann gang- andi í svefni? V. - þú mistir ár af bát og værir aö reka út á haf? VI. - þú ætlaðir að skilja 2 hunda, sem væru að rífast? VII. - hópur af mýflugum allt í einu réðist á þig? VIII. - þú sæir staðan hest? IX. - þú findir þef af gasi? X. - þú yrðir var við sprungna gaspípu og gasið streymdi sífelt út í herbergið?

x

Skátinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátinn
https://timarit.is/publication/526

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.