Skátinn - 01.01.1914, Blaðsíða 7

Skátinn - 01.01.1914, Blaðsíða 7
SKÁTINN 7 Miljónir í aðra hönd eftir Basil Norman. t Fer fram í Asiraiíu 1. Kapítuli. Skot sem ekki borgaði sig. „Líttu hérna niður fyrir þig!“ kallaði Clive Fordham upp yfir sig. Hann og faðir hans voru nýkomnir út úr þéttum skógi og höfðu teimt hesta sína saman á grasbala nokkurn. Fyrir þeim lá slétta ein víðáttumikil, með smá runnum hér og hvar. Langt burtu sást þéttur skógur og með. jaðrinum rann breíð og lygn á. „það er ljómandi, drengur minn,“sagði Douglas Fordham, um leið og hann leit út yfir héraðið. „Sérðu snjóinn þarna uppi á fjöllunum, sérðu snjókornin?“ Hann benti yfir sléttuna á fjall- garð nokkurn, sem gnæföi þar við himin. „það er ekki furða þótt sagt sé, að ekki sé hægt að komast yfir þessi fjöll,“ sagði Clive eftir nokkurn tíma. „þau eru geysi há. En ættum við ekki að fara niður að ánni?“ bætti hann við. „Nei, Clive, við verðum að halda áfram okkar leið og meg um þakka fyrir ef við verðum ekki soðnir, þegar við eftir 3 daga komumst til stöðvanna, því þetta er ógurlegur hiti.“ „Ég hirði ekkert um hann,“ sagði Clive, um leið og hann, að dæmi föður síns, kastaði sér niður í grasið. „Mér hefir aldrei liðið eins vel og einmitt núna. Doulgas Fordham brosti. Hann var hár maður, herðabreiður, snoturlega klæddur og hafði alf útlit fyrir að geta bjargað sér undir flestum kringumstæðum. Clive var að öllu leyti eins að útliti og faðir hans, nema hann hafði ljóst hár, en faðir hans var að byrja að verða gráhærður og svo að hann var heldur unglegri í andliti. Hann tók upp vasaklút og þurkaði svitann af sér. „Hvað ætli við höfum komist langt í dag?“ sagi hann alt í einu. „Ekki meir en 12 mílur, óvíst svo mikið,“ sagði Fordham, „við töfðumst svo í skóginum eins og þú veist. En nú er alt útlit fyrir að vegurinn sé heldur greið- ari,“ bætti hann við. „Eg verð feginn þegar við erum komnir til Macmillans og erum sestir þar að. það verður gaman að fara að vinna þar á búgarði," sagði Clive. „Betra en að sitja innilokaður í einhverri skrifstofu í Fleet Street.“ — Doulgas Fordham var ekkj i

x

Skátinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátinn
https://timarit.is/publication/526

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.