Skátinn - 01.01.1914, Blaðsíða 5

Skátinn - 01.01.1914, Blaðsíða 5
SKÁTINN 5 hann til læknis. það er því afar þýðingarmikið, að sem flestir leik- menn viti, hvernig þeir eigi að haga sér, ef slys ber að höndum, þar sem ekki næst þegar til læknis, en einhversstaðar verður maður þó að geta lesið eða séð. hvernig maður á að haga sér í slíkum tilfellum, og munu framvegis hér í blaðinu koma áframhaldandi leiðbeiningar í þá átt. 1. mynd. Beinagrind úr manni. Aths. í kaflanum verða milli 70—80 myndir til frekari útskýr- ingar. á því sem um verður ritað í það skiftið. Margt fólk hefir þá skoðun, að drengir og yfirleitt flest allir ung- lingar geti ekki verið til neins gagns, þar sem slys koma fyrir. En hin afarmörgu dæmi,semfengin eru erlendis upp á hið gagn- stæða, sýna ljóslega, að hve miklu gagni drengir og það jafnvel smá- drengir, 10—12 ára, geta orðið, þar sem slys vilja til, ef þeir eru viðbúnir og vita, hvað þeir eiga að gera. Ifeinagrindin. Margir þeir, sem vilja læra hjálpí viðlögum, eru þannig gerðir, að þeir vilja helst sleppa öllum undirstöðuatriðum, vita ekkert um byggingu líkamans og starf það er fram fer í honum. En það gefur að skilja, að ómögulegt er að vera vel fær í hjálp í víð- lögum, nema maður þekki ná- kvæmlega hvert bein í líkaman- um og viti hvar það sé, og viti hvar allar helstu æðar í líkaman- um liggja. — Beinagrindinni er skift þannig: 1. Höfuðið, 2. hryggurinn, 3. viðbeinið, 4. rifin. 5. bringubein eða brjóstbein, 6. herðablöðin, 7. upparmsleggurinn, 8. vendileggurinneðageislab., 9. framarmsleggurinn, 10. úlfnliðsbein, 11. handarbaksbein, 12. fingrakögglarnir, 13. mjaðmagrindin, 14. lærleggurinn, 15. hnéskelin, 16. sköflungurinn, 17. sperrileggurinn, 18. háristin, 19. ristarbeinin, 20. tákögglarnir.

x

Skátinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátinn
https://timarit.is/publication/526

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.