Ungi hermaðurinn - 15.02.1910, Blaðsíða 7

Ungi hermaðurinn - 15.02.1910, Blaðsíða 7
Ungl hermaðurinn. 15 auganu, og kallast þeir nærsynir. Þannig höfum vór mismunandi sjón í mörgum öðrum skilningi. T. d. eru sum börn, sem eiga hægt með að sjá það, sem öðrum börnum verður á, en sína eigin bresti sjá þau ekki. Þetta getur þá kallast fjarsýni. Er ekki svo? Og nokkur eru, sem einungis sjá það, sem kall- ast stórar syndir, en hitt sem kallast barnabrek, svo sem smáskreitni, óhlýðni, ókurteisi, þverúð og geð- vonzku geta þau ekki séð, þ. e. a. s. hjá sjálfum sór. DSmárefirnir eyðileggja vfngarðinn<(, segir Guðs orð, og mun ekki margra barna æfiferli vera spilt með því að gefa ekki gaum að smáyfirsjónum. Það eru smárefirnir sem eyðileggja víngarðinn. Rúm handa Jesú. Kvöld eitt þegar móðirin hafði lagt litlu dóttur sína útaf til að sofa, tók hún eftir því, að barnið færði koddann og lagðist inn að þilinu, eins langt og það komst. Því legstu svona barn 1, spurði móðirin. Eg vil gjarna gefa Jesú rúm hjá mér, sagði barnið, því hann hefir ekkert, sem hann getur hall- að höfði sínu að. Reyndu aftur Reyndu aftur — en upp á hans orð. Hefurðu hugsað þig um, sagði kona nokk- ur og brosti vinalega framan í hið sorg- mædda andlit þess, er stóð frammi fyrir henni. Það er það, sem Herrann bauð hinum trúarveiku fiskimönnum : að kasta netinu út aftur á sama stað, sem þeir höfðu erfiðað alla nóttina án þess að afla nokkuð. Bara að vór getum leitað fyrir oss á nýjum stað, þegar oss bregðast vonir vorar á einum. Það virðist langtum lótt- ara og auðveldara ; eða ef vér gætum orðið aðrir og farið eitthvað annað til að leita lukkunnar, þá væri það ekki svo erfitt að öðlast nýja trú og nýtt hugrekki. En reglan er þessi, sama gamla netið á sama staðnum. Þar er þá gömlu freistni að sigra, þá gömlu bresti að afleggja, þeim gömlu hindrun- um að mæta í dag, sem þóttu svo erf- iðar áður. En ef vór yfir höfuð ætlum oss að vinna sigur, þá verðum vér eiu- mitt að vera hór, þar sem vór erum og það er Herrann sjálfur, sem eftir alla þessa áreynslu og vonbrigði býður oss að reyna aftur; látum oss gjöra það — eftir hans orði og að hans boði. Ekkert verður til ónýtis, sem gjört er af hlýðni við hans boforð. Sá titikli afli kemur. Sunnudagaskólalexíur. Sunnud. J3. fbr. Matth. 8, 5—13. — 20. — - 9, 1— 8. — 27. — — 10, 16-30. — 6. marz Jóh. 11, 1— 6. _ !3. — — 12, 9-14.

x

Ungi hermaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ungi hermaðurinn
https://timarit.is/publication/528

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.