Ungi hermaðurinn - 15.02.1910, Blaðsíða 8

Ungi hermaðurinn - 15.02.1910, Blaðsíða 8
16 Ungl hernmSurlnn. Hvorrar þjóðar. Dag einn stóð Hjálprœðishennaður á Hafnargötunni í Kardiff og vissi ekkert af fyrr en hönd var lögð á herðar hans og hann var ávarpaður þannig : Heyrðu Hjálprœðishermaður. Þegar liann sneri sór við, sá hann ungau mann standa við hlið sór. Eg er glaður yfir að sjá þig, sagði þessi aðkomumaður, því eg hefi aldrei fyrr verið svo heppinn að sjá neinn mann úr ykkar fólagi j og svo sagði þessi ungi maður, hvar orsökin væri til þess, að sór þætti svo vænt um ein- kennisbúninginn : Faðir minn, sagði hann, var frá Wales, og áður en hann sem unglingur fór til Rússlands, var hann Hjálpræðishermað- ur í Kardiff í Rússlaudi og giftist ítalskri stúlku, sem líka hafði verið Hjálpræðis- herkona, en eg er fæddur í Síberíu. Hverrar þjóðar er eg svo. Mér sjálf- um sýnist nú svo, að eg, hvaðsemöðru líður, ætti að verða Hjálpræðishermaður. Eg befi heyrt svo mikiðum Hershöfðingj- ann og Hjálpræðisherinu frá foreldrum mínum, og síðan eg var barn, hefi eg sjálfur óskað þess að verða Hjálpræðis- hermaður. Eg er upphaflega kominn til þessa lands til að sjá Herinn og kynn ast starfi hans, og áður en eg sný aftur til Síberíu hefi eg fastlega ásett mór að verða Hjálpræðishermaður. ----nss * Það, sem maður á ekki að segja. Maður á ekki að segja: Eg get ekki gjört þetta verk, af því eg hef aldrei gjört það áður. Það er hið sama og að segja: Eg kæri mig ekki um að læra þetta verk. Enginn, sem ekki vill læra, getur komist vel áfram í lífinu, eða orðið til nytsemdar. Söngvar. Lag: Kom, lad os synge Jesu vor Sang. Látið smábörnin leiðast til mín, Því lýsir Jesús frelsarinn hór Sem ávalt kallar alla til sín. Ó, sjá hve góður hann er. K ó r : Jesús elskar einmitt börnin smá, Örð hans þannig lesa má og sjá: Berið til mín börnin, það eg vil, Bústað þeim hefi eg til. Jesús hann ann þér, og elskar, því Enginn hans kærleik fullsegja kann Hann vill af syndunr frelsa þig frí Flýt þér að finna hann. Ungir og gamlir áfram þá leið Ótrauðir keppum — Ilerrann er nær, Hver og einti öðlast heiðurslaun greið . Hjá þór, vor Jesú hær. Útg. og ábyrgðarm. N. Edelbo. Greinarnar þýddar af S. E. Isafoldarprentsmiðja.

x

Ungi hermaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ungi hermaðurinn
https://timarit.is/publication/528

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.