Ungi hermaðurinn - 15.07.1910, Page 3

Ungi hermaðurinn - 15.07.1910, Page 3
Ungi hermaSurinn. 51 morgun kom hann aftur til að vitja um ungana, en hvarf svo aftur. Klukkan milli 2 og 3 seinni hluta dagsins komu báðar dúfurnar heim, og kom þá í ljós, að kvenfuglinn hafði fengið skot í annan vænginn. Með þraut og þolinmæði hafði þó karlfuglinum hepnast að koma maka sínum heim til unganna í hreiðrinu. Pokarnir tveir. Gamall maðr nokkur gekk frá einum stað til annars með poka á bakinu og annan framan á brjóstinu. í pokann, sem hann bar á bakinu kast- aði hann öllum góðum eiginleikum ná- ungans, svo þeir mættu geymast þar og gleymast, en í þann sem að framan var safnaði hann öllum brestum og ávirðing- um annara og gætti þess vandlega, að ekkert af þeim gleymdist eða glataðist, og hann tók sér oft tíma til þess að grannskoða það og rannsaka, og hirti ekki um, þótt hann með því eyddi tímanum og seinkaði ferð sinni. Einu sinni sá hann, sór til mestu undrunar, mann koma gangandi á móti sór og bar hann líka tvo poka, 1 á baki og 2. í fyrir. — Hvað berð þú í pok- um þínum? spurði sá fyrri. Ó, alla mína góðu hæfileika, svaraði nr. 2, eg hef þá altaf fyr framan mig og tek þá oft út í birtuna til að skoða þá og fægja. Og hvað hefir þú svo í hinum ? spurði nr. 1. Auðvitað smásyndir mínar og yfirsjónir, þær hefi eg ætíð í bakpokanum svo þær j sóu ekki fyrir augunum á mór, sagði nr. 2. Nú gengu þeir saman um stund þar til þeir mættu enn einum, sem líka bar 2 poka á sama hátt og hinir. Lof- aðu okkur að sjá, bvað þú hefir í þín- um pjönkum, sagði nr. 1. Það er hjart- ans velkomið, svaraði nr. 3, af því eg hefi gott úrval og vil gjarnan að aðrir sjái það. I þessum poka, sagði hann og benti á þann sem hann bar á brjóst- inu, eru annarra velgjörningar og góðir eiginleikar. Hann er v/st nokkuð þung- ur því hann sýnist troðfullur, sagði nr. 3, hann er að sönnu stór, en hann er ekki þungur, þyngd hans er mór sama sem seglin eru skipinu, hann léttir und- ir gang minn og flýtir þannig ferð minni. En pokinn, sem þú berð á bakinu, Bagði nr. 2, hann er víst ekki raikils virði, hann sýnist þvi nær tómur, enda só eg, að á botni hans er stór glufa. Það geri eg með vilja, svaraði nr. 3, alt ilt um- tal um aðra, sem eg heyri, læt eg í þann poka og það fer niður um botngatið og týnist og gleymist, svo það íþyngir mór ekkert. Hvað getum vór lært af þ e ss u? -----503----- Af ávöxtunum skulið þér þekkja þá. Fríhyggjumaður nokkur skoraði á prest einn að koma í opinbera kappræðu viö sig. Presturinn sneri því á annan hátt, hann skoraði á fríhyggjumanninn að koma fram með eina tylft af mönnum, sem gegnum trúarlœrdóm únítara væru frelsaðir frá syndsamlegu líferni, svo skyldi hann að sínu leyti leiða fram jafn- marga eða fleiri, sein væri frelsaðir frá synd og löstum gegnum lærdóma kristi- legrar trúar, en það vildi ekki fríhyggju- maðurinn undirgangast, en það vakti marga til umhugsunar. Eg hefi aldrei heyrt pródikanir þínar, en eg hefi s ó ð þær, sagði heiðingi einn við kristniboða; eg þekti mann, sem var

x

Ungi hermaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ungi hermaðurinn
https://timarit.is/publication/528

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.