Ungi hermaðurinn - 15.08.1911, Blaðsíða 8
64
Ungl hermaðurlnn.
málinu lokiS. Eg sleppi ekki Guðs
sannleika, var Hunters einasta svar.
Síðan var hann bundinn og honum
kastað á bálið, en dómarinn kallaði. r Svo
brenn bœði hér og í helvíti. En á ifieð-
an böðlarnir kyntu bálið, heyrðu menn
William Hunter segja: Biðjið fyrir mór
allir, á raeðan þér sjáið að eg er lifandi.
AS biðja fyrir einum hundi, bara
kyndið þór bálið, sagði dómarinn.
Þá heyrðist rödd Hunters út úr log-
anum, og hann sagði: Guð fyrirgefi
yður þessa synd á dómsins degi, að þór
úthellið saklausu blóði!
Svo var bálið fulltendrað og píslar-
vœttis kórónan varð Williams Hunters
eign.
Sðngvar.
Lag: Jesus er min Fred og Sang.
Þótt líði eg þrautir á lífsferli hér,
Jesús er minn friður og hvíld,
Með ánægju krossins eg byrðina ber,
Jesús er minn friður og hvíld.
Mig verndar frá hættunumhvarsemegfer,
Hann á veginum ávalt fylgir mór,
Mig lífs yfir ófærur armur hans ber,
Jesús er minn friður og hvíld.
Freistingar heimsinB þótt herji mig á
Jesús er minn friður og hvíld,
Mig skulu þeir Kristi ei fæla burt frá,
JesÚB er minn friður og hvíld.
Þá hræðsla og kvíði í hjarta mitt brauzt
Fyrir mér ljómaði óðar Jesú raust,
Til hans set eg von og alt hjaita míns
traust.
Jesús er minn friður og hvíld.
Og þegar eg nú kem heim til lífsins lands
Jesús er minn friður og hvíld,
Og þá er eg stend fyrir hástóli hans
Jesús er minn friður og hvíld.
Þá syngja skal eg um eilífðarár
Þér æðsta lof og prís, Drottinn klár.
Þú leiðst fyrir mig, svo þór só heiður hár,
Jesús er minn friður og hvíld.
Lag: Kom þú og skoðaihjarta mitt, herra.
Þú fallinn mig reistir á fætur og leiddir
Mig, frelsari Jesú, af glæpanna stig;
Til lífsins og dygðanna götu mór greiddir,
Því göfga og prísa eg ætíð skal þig.
Á sálu og líkama sælan mig fiun,
Sonur Guðs, fyrir náðarkraft þinn.
Af vörum mór ávalt þór vegsemd skal
árna,
O, veittu mór náð til þess frelsari minn.
Að brjósti þór þreyttur eg höfðinuhalla
Hvíld þar og svölun þvf néega eg finn,
Til þín í þrautum eg titrandi kalla,
Þú tekur mig óðara’ í náðarfaðm þinn.
Þór helga eg ókomin æfinnar ár,
Alt þa,r til hníg eg í gröfiua nár.
Sál mín í eilífðar logskærum Ijóma
Lofgjörð þér syngi, miun frelsari hár.
Suunudagaskólalexíur.
Sunnud. 20. ág. Matth. 26, 67—75.
— 27. — — 27, 1—10.
— 3. sept. — 27, 11—26.
— 10. — - 27, 37-38.
— 17. - - 27, 39-50.
Útg. og ábm. N. Edelbo adjutant.
Greinarnar þýddar af S. E.
Iiafoldarprentimiðja.